Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 15

Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 15
S U N N A 143 Og nú er eg með skilaboð til ykkar allra, íslenzkra barna og unglinga, frá framkvæmdanefnd íslenzku vikunr.ar í Rvík. Þið eruð beðin að hjálpa fullorðna fólkinu til þess að auka þekkingu á öllu því, sem íslenzkt er, hlutum, sem búnir eru til af íslenzkum höndum og úr ísl. efnum, fæðutegundum, sem við getum framleitt í landinu og fl. »íslenzka vikan* var fyrst haldin 3.—10. apríl 1932. Þetta var gert til þess, að minna íslendinga á það, sem þjóðlegt er. íslendingar voru hvattir til þess að nota helzt það, sem unnið er af íslenzkum höndum eða sprottið úr ísl. jarðvegi og á annan hátt framleitt af þjóðinni. Mörg börn í Reykjavík og vafalaust víðar á landinu unnu í þágu íslenzku vikunnar í fyrra. Gaman var að sjá blossandi áhugann hjá börnunum, þegar þau fengu þessi verkefni. Þau lásu, skrifuðu og töluðu um þetta, reiknuðu, teiknuðu og smíðuðu, mótuðu í leir og skáru út myndamót, prjónuðu og saumuðu, gerðu skýrslur og töflur yfir hitt og þetta, bjuggu til skrautlegar auglýsingar um ísl. vörur o. fl., til dæmis: »Gangið í fötum úr íslenzkri ull, unn- um á íslandi*, »notið ísl. skip*, »styðjið innlendan iðnað*. Sumar deildir í barnaskólanum lögðu stund á landbúnað aðrar sjávarútveg, enn aðrar iðnað. Sýning var haldin á verkum barnanna, sem flestum, er sáu, þótti ánægjuleg þátttaka í ísl. vikunni. Aðra ísl. viku á að halda í vor 30. apríl. — Nú skuluð þið biðja um verkefni og skal hér bent á starfskrá: Landbúnaðurinn. Deild í skóla getur skipt verkum með börnum, þannig, að einhver skrifar um byggingar og teiknar eða býr til hús t. d. úr pappa. Upplýsinga verður að leita, hvaða íslenzk byggingarefni eru nothæf. — Nokkrir búa til áhöld utan bæjar og innan bæjar, lýsa þeim og teikna þau líka.— Sum börnin afla sér fróðleiks um þær nytjajurtir, sem ræktaðar eru hér til manneldis eða skepnufóðurs. — Enn önnur afla sér þekkingar um þær jurtir útlendar, sem gætu orðið íslendingum til gagns, en eru ekki ræktaðar hér enn þá. Gæti upp úr þeim fróðleik sprottið mikill árangur. — Þá

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.