Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 26

Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 26
154 S U N N A inum, en sögurnar dæmdar og masað og hlegið yfir kaffinu. Mátti með sanni segja, að þá væri glatt á hjalla. Síðan voru lesnar ritgerðirnar um efnið: »Hvað ég gerði ef ég væri ríkur«. Og nú verð ég að biðja lesendur »Sunnu« að afsaka, þó að ég geti ekki nefnt allt, sem 18 börn vildu gera, ef þau ættu nógan auð. Það var svo margt, að oflangt yrði að telja það upp. Nokkur dæmi vil ég þó nefna. Sumir ætluðu að kaupa skepnur, hús jarðir eða bíla. Aðrir ætluðu að ferðast mikið í allskonar farartækjum. Þriðju ætluðu að mennta sig sem bezt þeir gætu, og allflestir ætluðu að hjálpa pabba og mömmu um svo mikið af peningum, sem þau þyrftu, og ala svo önn fyrir þeim á elliárunum. Enginn dró í efa, að bann sjálfur yrði aldraður! — Mikinn hlátur vakti, þegar einn höfundur gat þess, að hann ætlaði að eiga heima i stóru húsi í Reykjavík, hafa 5 vinnukonur til innanhúsverka og 2 vinnumenn til að snúast úti við, en konan ætti ekkert að gera! Þá gall nú einhver við, að sín kona mætti til að vinna líka. — Auðvitað gáfu ritgerðirnar efni til ýmsra at- hugasemda, sem juku fjölbreytnina og gleðskapinn. Var þá ekki laust við að verkið sæktist seinna hjá ýmsum og verður það tæplega láð! En alltaf hlustuðu menn með ánægju og var bros á hverju andliti. Þegar lokið var lestri ritgerðanna, var meir en kominn tími til að hátta. Það hafði öllum þótt sjálfsagt, að vaka Iengur en vant var, þegar svona góð skemmtun var á boð- stólum. Að lokum var lesinn húslestur, og að því búnu fóru allir að sofa, glaðir og ánægðir. Skemmtilegast var, að börnin höfðu sjálf unnið að þessari tilbreytni, með því að leggja les- efnið til á nefndan hátt. Þeir lesendur »Sunnu«, sem eru skólabörn, geta sjálfir reynt eitthvað svipað þessu, og spá mín er, að reynslan verði lík og hér. Það fylgir því alltaf ánægja, að líta yfir vel unnið starf. Ritað í desember 1932. Ingimar Jóhannesson.

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.