Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 25

Sunna - 01.02.1933, Blaðsíða 25
S U N N A 153 sem hendi var næst, og lesnar þjcðsögur, t. d. sagan um Jón frá Geitaskarði, Sæmund fróða o. fl. Einnig var lesinn kafli úr sögum Gests Pálssonar. A meðan saumuðu stúlkurnar, en piltarnir smíðuðu eða teiknuðu. Smíðisgripirnir voru t. d. smá- bátar, pennasköft, pappírshnífar o. fl. Allir höfðu eitthvert starf með höndum. Þegar allir voru seztir inn, byrjaði ég að lesa ritgerðirnar um framtíðarheimilið. Þar kenndi margra grasa og skal ég nefna nokkur dæmi. Sumir ætluðu að búa í sveit, aðrir í kaupstað. Flestir ætluðu að eignast stórt og rúmgott hús og allmargar skepnur. Nokkir drengir gátu þess, að þeir ætluðu að gifta sig. Mestan hlátur vakti, að einn drengjanna gat þess, að hann ætlaði bara að eiga 3 börn, því að allt væri bezt í hófi!! Annar aftók að hafa nokkra kerlingu á sínu heimili, af því að þær væru alltaf að rífast! Einn drengur kvaðst ætla að kaupa Galtafell, æskuheimili Einars Jónssonar myndhöggvara, reisa þar stórt og vandað steinhús og hafa 30 kýr, 30 hross, 300 hænsni og 20 svín! Það jók gleðina, að höfundanöfn voru ekki lesin og voru menn því að geta, hver ætti þessa eða hina ritgerðina. Roðnuðu menn þá mjög og varð hið mesta gaman að, enda allir ánægðir, þrátt fyrir roðann. — Það má segja yfirleitt um ritgerðirnar, að öll börnin sýndu meiri og minni viðleitni í þá átt, að skapa ákveðnar hug- myndir um framtíðarheimilið. Næst voru lesnar jólasögurnar. Þær voru flestar um lítil börn, sem voru fátæk eða áttu bágt af öðrum ástæðum, en fengu svo góðar jólagjafir, eða að það raknaði úr fyrir þeim á einhvern hátt. Margar sögurnar enduðu þannig, að jólin, sem sagt var frá, urðu að lokum skemmtilegustu jólin, sem þau höfðu lifað. Þegar lestri jólasagnanna var því nær lokið, kom kven- fólkið með kaffi. Þá hækkaði brúnin á sumum, því að börnin fá ekki kaffi nema einu sinni í viku hér í skólanum, en auð- vitað þykir sumum þeirra gott kaffi, þar sem það er mikið notað á heimilum, svo sem kunnugt er. Varð nú hlé á lestr-

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.