Dvöl - 24.12.1933, Blaðsíða 19

Dvöl - 24.12.1933, Blaðsíða 19
24. des. 1933 D V Ö L 13 beit þó vel. Eitt sinn dengdi Þor- kell spíkina og beit hún þó foi’- kunnar vel. Sendi prestur bónda liana aftur, þá dengslið var út þafið, og þessa vísu með: Þorkell rainn, Þorkell minn, þér vil eg tjá, spíkin mjó, sem mér var þó við mikinn ljá, hún var núna herzlu á, svo liálfgaman mér þótti að slá, hiltu hana blessaður héðan í frá, héðan í frá. Sagt er að Þorkell hafi dengt og bert spíkina meðan hún entist. Þorkell var mikill vinur Magn- úsar prests. Þess er getið, að eitt sinn uní vetur fór Þorkell til messu að Tjörn. Þá er úti var liðagerð segir Magnús prestur við Þorkel: „Eg ætla að biðja þig, Þorkell minn, að fara ekki svo af stað, að eg viti ekki af þvi“. Bóndi hét því. En er að þvi var komið, að Þorkell færi, segir prestur við liann, að hann skuli varast að stíga á skörina fvrir framan rúmið sitfo nær 'hann bátti i kvöld, og kvaðst bóndi skyldi gæta þess. Þorkell fer síð- an beim. Þegar hann skyldi af- klæða sig um kvöldið, tekur bann pallkistil og setur á gólfið fvrir framan rúm sitt og situr á meðan liann afklæðir sig. Fréttir þá konan liann, hverju sæti ný- brigði þessi, en bann gegndi fáu um það. Síðan stigur hann af kistlinum upp í rúmið, en um leið snart hann skörina með annari stórutánni og kenndi til nokkuð. Óx síðan verkur í tánni, svo hann gat varla sofið um nótt- ina. Árla um morguninn sendir Þorkell mann eftir Magnúsi l>resti. Hann bregður við skjótt til fundar við Þorkel. Segja sum- ir, að hann bafi skafið eða skor- ið bláan blett af tánni, þar sem snart skörina, og lagt svo plást- ur við, En aðrir segja svo frá, að bann hafi borið á meðal eitt- hvert. En livort sem heldur var, þá batnaði Þorkeli bónda við að- gerðir prests. Síðan fær Magnús prestur öxi og liöggur upp skör- ina. Sáust þá tveir galdrastafir ristir neðan á, og afmáði prestur þá, þar þeir ollu meini Þorkels. En sú var orsök þessa meins, að á sunnudagin’n, er Þorkell var til tíða genginn, kom Finnur á Hjaltastöðum að Jarðbrú, fann könu Þorkels og mæltist til ó- leyfilegra samfara við hana, en liún neitaði því, og vildi fvrir- bvggja áleitni bans með þvi að bjóða honum inn til l)aðstofu og veita beina, sem bann þáði. En meðan bún var að útbúa slikt, bafði bann rist stafina á skörina og Jmgsað, að hóndi skvldi aldrei slíga heilum fæti á jörð. I’etla vissi Magnús jjrestur úti á Tjörn, með bverjum hætti, sem það hef- ir mátt vera. l'. Magnús prestur og’ Finnur. Sökiun ])ess, sem sagt hefir verið að framan, og margs fleira,

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.