Dvöl - 24.12.1933, Blaðsíða 20

Dvöl - 24.12.1933, Blaðsíða 20
u D V Ö L 24. des. 1933 er Magnús prestur gerði til að hindra illræði og áleitni. Finns og liðsinna þeim, sem leituðu hans hjálpar til að sjá við brögð- um Finns, fékk Finnur hatur á Magnúsi presti og hefði gjarnan viijað gera honum illt, hefði þess verið kostur, en Magnús prestur sá jafnan við brögðum Finns. Eitthvert sinn gekk Finnur ofan á Upsaströnd. Þegar hann fer of- an hjá bænum Tjörn, kemur Magnús prestur út og sér, að maður situr skammt frá bænum og gerir eigi vart við sig. Prestur gizkaði á, hver vera mundi. Dag- inn eftir, þá Magnús prestur gengur eitt sinn út, er Finnur kominn og situr á bæjardyra- ])repskildinum. Snýr liann sér þá inn og segir, er hann sér prest, áður en þeir heilsast: Hér sit ég kyrr þó byrgist bær i biksvörtum eldhúsreyk, þangað til ég er orðinn ær og ásjónan gerist bleik. Þá gegnir Magnús prestur og mælti: Horfnar eru þér heillir þær, sem hafðir í sinnis leik, út hjá þegar þú gekkst í gær, grár eins og krókasteik. Eigi áttusl þeir Magnús prestur og Finnur meira við i það sinn, því hann tafði eigi lengur. En svo hafði Magnús prestur sagt, að Finnur mundi hafa ætlað að kveða síðara hluta vísunnar líka og láta hann verða sér til meina, þó það færist fyrir. g. Magnús prestur og draugurinn. Þegar Magnús prestur var að Tjörn í Svarfaðardal, var kerling ein til heimilis í Tjarnarkoti, er Guðríður hét. Ilún var nokkuð einræn í skapi, kom oft heim að bænum Tjörn og þáði greiða hjá presti og húsfreyju. Einkum á jólum var hún þar sem lieima- gangur. Skömmu fyrir jól ein andaðist kerling. Var þá liríða- kafli mikill og illviðri, og þann dag, sem hún var jarðsungin, var dimmviðrishríð. Reimt þótti að mun eftir kerlingu. Þóttust menn sjá hana þæði þar í kotinu og heima að Tjörn, og á jólanótt- ina voru barin afar stór þrjú liögg ofan í baðstofuna að Tjörn og eins í göngin. Fóru þá synir Magnúsar prests út, en sáu ekki tíðinda. Magnús prestur svaf uppi i baðstofuhúslofti. Það verður ráðið af vísum tveim, er hann þá kvað, að hann hefir þótzt verða fyrir aðsókn kerling- ar. Þær eru#svona: Hræddu mig ekki Gunna góð með geði fínu, liggðu kyrr í leiði þínu, loftinu komdu ei nærri minu. Heilla Gunna hafðu á þér hegðun betri, láltu mig njóta í svörtu setri, ég söng yfir þér í hríðartetri. Eftir þetta livarf allur reimleiki af kerlingunni.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.