Dvöl - 18.11.1934, Side 16

Dvöl - 18.11.1934, Side 16
10 D v Ö L 18. nóv. 1934 hvert verk sinn ákveðna tíma og engan hrærigraut. Pess vegna strunsaði ég fram hjá bankanum, breytti stefnu og sótti nú í áttina að sækja þessa tvo samferðamenn, sem vantaði. Ég sá vagn róla í hægðum sínum á hlið við mig og tókst mér eftir nokkrar fortölur að fá hann í mína þjónustu. Eng- inn tími sparaðist mér við það, en mér var þetta hægara, og ég var farinn að þarfnast hægðar- innar upp á síðkastið. Par stóð nú sem hæst þjóðhátíð, sem byrjuð var fyrir viku og haldin var í minningu stjórnarskrár og sex hundruð ára stjórnarfrelsis. Bær- inn var allur prýddur fánum og hverskyns skarti og viðhöfn. Bæði hestur og ekill höfðu ver- ið staurfullir í þrjá sólarhringa samfleytt, og hvorki séð sæng eða hús allan þann tíma. Otlit þeirra og tilfinningar mínar átti vel sam- an: dreymandi og doðalegt. En á- fangastað náðurn við þó þegar fram liðu stundir. Ég fór inn í húsið, hringdi og bað vinnukon- una að kalla út samferðamenn mína. Hún svaraði einhverju, sem ég skildi ekki. Því næst fór ég þangað sem vaginn var og hugð- ist að bíða átekta. Hugsanlegt er, að orð stúlkunnar hafi átt að merkja það, að þessir menn ættu þar ekki heima og að mér væri sæmra að freista hamingjunnar á öðrum hæðum hússins. Hugsan- legt, segi ég, — því að eins og áður er tekið fram, skildi ég hana ekki. Ég fór nú að telja til, að líklega yrði ég að bíða f jórðung stundar, samkvæmt alþekktri reglu: 1) ‘Fimm mínútur til að fara í utan- hafnarfötin og komast út að vagn- inum. 2) Fimm mínútur handa öðrum manninum, sem gleymdi vettlingnum inni. 3) Fimm mínút- ur handa hinum manninum, sem gleymdi frönsku sagnbeygingunni á borðinu. Þessar 15 mínútur gat ég vitanlega notað mér í hag, til þess að hvíla mig ofurlítið. Þegar liðin voru nokkur vær og yndisleg augnablik, fann jeg allt í einu, að maður lagði höndina á öxl mér. Ég brást hart við og sá nú að friðarspillir þessi var einn af lögregluþjónunum. Við nánari athugun sá ég, að múgur og marg- menni hafði safnast að vagninum. Bar fólk þetta þann alþekkta og einkennilega glaðværðarsvip, sem alltaf kemur fram, þegar einhver hefir fallið í forina. Hesturinn var sofandi og sömuleiðis ekillinn, en hugulsamir götudrengir höfðu gætt okkur alla þrjá ríkulegum skerf af skrautmunum þeim, sem fyrir fundust á strætinu. I stuttu máli sagt vorum við allir í mjög ótilhlýðilegu ásigkomulagi. Lög- regluþjónninn segir: — Afsakið, við getum sannar- lega ekki unað því, að *þér sofið hér á götunni allan daginn. Þessari móðgun svaraði ég af miklum metnaði: Framh.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.