Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 17

Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 17
DVÖL 95 frá sér. Wang stóðst ekki augna- ráð þeirra, þegar til lengdar lét, og leit undan. En hann leit fljót- lega á þau aftur. Karlmaðurinn sagði eitthvað á framandi máli og konan brosti örlítið — bitru brosi. Og þau héldu öll áfram að horfa á hann með björtum og festulegum augum. „Þetta fólk er ekki óttaslegið,“ sagði Wang hátt. En þegar hann heyrði sína eigin rödd í hinu tóm- lega umhverfi, varð hann gripinn ótta og hann hljóp eins og fætur toguðu út úr húsinu. Göturnar voru auðar og tómlegar, en í fjarska heyrði hann æðisgeng- in óp múgsins, sem fór rænandi og ruplandi. Wang hikaði andartak. En svo gekk hann ákveðnum skref- um heim á leið. Á leiðinni mætti hann fjölda af íbúum þorpsins, sem nú hröðuðu sér inn til borgarinnar. Þeir spurðu Wang hvað eftir annað, hvað um væri að vera, en hann hristi aðeins höfuðið og svaraði engu orði. Hann var óendanlega þreyttur og honum fannst sem hann hefði ekki áhuga fyrir einu eða öðru. Þegar hann kom heim, lagði hann böggulinn á borðið og sagði við konu sína: „Þetta er minn hluti af bylting- unni.“ Svo gekk hann inn í innra her- bergið og fleygði sér upp í rúmið. Atburðir morgunsins stóðu óljóst fyrir hugskotssjónum hans, þeir voru sveipaðir þoku óminnisins. Aðeins eitt mundi hann ljóslega: Hið skæra og festulega augna- ráð útlendinganna. „Þau voru vissulega ekki hrædd,“ tautaði hann fyrir munni sér. Og um leið og hann sneri sér við í rúminu, sagði hann: „Ég held jafn- vel að þau hafi ekki einu sinni verið rík.“ En úr hinu herberginu heyrði hann rödd konu sinnar: „Það er ekkert hægt að gera með þessar bækur, annað en að búa til úr þeim skósóla handa börn- unum. En fyrir dollarinn getum við þó alltaf keypt matvörur þangað til næpurnar hafa náð þroska.“ V. J. þýddi. Að þú hafir því sem næst vanizt ein- hverju, þegar einhver uppgötvar eitthvað betra, sem þú svo færð ekki að venjast áður en einhver uppgötvar eitthvað enn betra — er það, sem við köllum fram- farir. Howard Blake. Þegar tvær konur verða skyndilega vin- gjarnlegar hvor í annarrar garð, er það merki um það, að þriðja konan hafi misst tvær vinkonur. Smart Set. Allar ástríður beygja sig fyrr eða síðar fyrir ótvíræðum staðreyndum — nema afbrýðissemin, hún horfist i augu við staðreyndirnar — og neitar þeim. A. Helps. Eiginmaður er að öllum jafnaði ánægð- ari, þegar honum er færður góður mið- degisverður, en þegar konan hans talar grísku. George Birkbeck Hill 1897.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.