Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 40

Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 40
118 DVÖL Næstu daga rak hver fundurinn annan hjá báðum félögunum. Kvenfélag þorpsins boðaði einnig til fundar um málið. Þar fór allt á annan endann og lá við handalögmáli. Félagsskapur- inn fór út um þúfur og nafn hans strikað út úr bókum Landssam- bands íslenzkra kvenna. III. Séra Kristján vissi hvað til síns friðar heyrði. Samþykktum, tillög- um og áskorunum rigndi yfir hann jafnt og þétt. Að efni og anda skiptust tillögurnar í tvo flokka, sem voru í hatrammri andstöðu hvor við annan. Séra Kristján vildi ógjarnan gera upp á milli sóknarbarna sinna, en í þessu máli hlaut hann að gera það. Hann var enginn Salómon. Hann leitaði því ráða hjá þeim, sem eftir lifðu af sóknarnefndinni, en á þeim var ekkert að græða, hún var oddamannslaus og var klofin til helminga um málið. Sýslumaðurinn og læknirinn stóðu á öndverðum meiði. Þeir réðu því sitt hvað. Þar að auki höfðu þeir, eins og margir aðrir, veðjað um það í laumi, hvoru megin séra Kristján yrði. Út úr hreppstjóranum varð ekki togað orð af viti, hann hugsaði og mældi allt út í hreppsómögum. Líkkistusmiðurinn hafði svo mik- ið að gera, — eins og presturinn gat farið nærri um — að prestur- inn varð að hafa hann afsakaðan. Það munaði líka minnstu, að hann yrði ekki of seinn með kistuna — þar sem kistuleggja átti daginn eftir. Og starfa síns vegna mátti hann ekki hafa neina skoðun á málinu, eins og presturinn gat skil- ið. — Kjölturakki prestsfrúarinnar var af útlendu kyni. Hann hafði auð- vitað ekkert vit á íslenzkum greftr- unarsiðum, enda fitjaði hann bara upp á trýnið og urraði, ef prestur nálgaðist hann. Madaman sjálf hugsaði ekki og talaði ekki um annað en hunda- sýningu, sem fram ætti að fara i Kaupmannahöfn kóngsins ein- hverntíma á næstu mánuðum. Hún sá það auglýst í dönsku blaði og var alltaf að klifa á því við mann sinn, að hún mætti til að komast á þessa sýningu með Bobb. Hún var alveg handviss um verðlaun. Ef ekki fyrstu eða önnur, þá að minnsta kosti um þriðju. Þetta var hennar hugðarveröld, allt annað var henni óviðkomandi. Þegar allar málsmetandi persón- ur þorpsins brugðust séra Krist- jáni svona gjörsamlega, sá hann sér ekki annað ráð vænna en leita til hans, sem allt sér og skilur. Og með þeim ásetningi að láta hann skera úr málinu, lokaði prestur sig inni í skrifstofu sinni, tók krónu- pening upp úr buddunni og varpaði hlutkesti. Hlutur Veggverjanna kom upp. Það var sem þungu fargi væri létt af séra Kristjáni og sál hans varð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.