Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 80

Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 80
158 DVÖL Á yíö og dreif Fyrir 60—70 árum voru marglr smá- strákar að leik á Torfunefi i Akureyrar- kaupstað. í þessum strákahóp voru tveir, sem seinna urðu nafnfrægir menn, þeir Baldvin L. Baldvinsson, síðar ritstjóri og stjórnmálamaður og K. N. skáld. Á Torfunefi var í þá daga mikil grútar- bræðsla, því að hákarlaveiðar voru þá mjög stundaðar frá Akureyri. Stóð þar því mikið af stórum bræðslupottum og öðrum ílátum. Höfðu strákar i þetta sinn sér til gamans að kasta steinum í gríðarstóran og sjálfsagt dýran bræðslu- pott og reyna að hæfa gatið í eyra pottsins. Þessi leikur endaði auðvitað með því, að einn steinninn lenti á eyra pottsins og braut það af. Drengirnir sáu þegar, að í óefni var komið og tóku allir til fótanna, nema Baldvin, þótt yngstur væri, eitthvað 6—7 ára. Sýnir það snarræði hans, að hann gekk að hinum limlesta potti og bar skit í sárlð, til þess að svo skyldi líta út, sem hér væri um gamla lömun í potteyranu að ræða. — Nú líða árin, og þeir komast báðir á gamals aldur, Baldvin og K. N. Þegar Baldvin er sjötugur, skrifar K. N. honum ljóðabréf og endar það á þessarri vísu: Blaðið þrýtur, Baldl minn, burtu flýtur árið; ef þú brýtur boðorðin berðu skít i sárið. Siðan árið 1926 heflr farið fram stöðug leit eftir verðmætum efnum á vlgvöllun- um í Frakklandi. Fallbyssur, skotfæri og önnur meira og minna nothæf hergögn hafa fundizt í svo stórum stíl, að verð- mæti þeirra er metið á meira en milljarð króna. Vogir þær, sem notaðar eru við að vega demanta, eru svo nákvæmar, að eitt augnahár breytir jafnvægi þeirra. í Korzok í Thibet er landbúnaður sennllega „hæsti“ búskapur í heimi. Þó vex gras nokkur hundruð metrum hærra uppi. Á móti hverjum 100 karlmönnum eru 1 Bretlandi 109 konur, 107 í Frakklandi, 98 i Bandaríkjunum, 108 i Þýzkalandi, 99 i Japan, 103 í Sviþjóð, 101 i Hollandi, 105 á Ítalíu, 108 á Tyrklandi, 100 i Búl- garíu, 106 í Ungverjalandi og 94 i Lux- emburg. Ensk kona kaupir að meðaltali 2 kjóla á ári, eina kápu, 2 hatta og 2 pör af skóm. Frönsk kona kaupir að meðaltall 3 kjóla, eina kápu, 3 hatta og 2 pör af skóm. Amerísk kona kaupir að meðaltali 4 kjóla, 4 hatta, 2 kápur og 4 pör af skóm. Tala giftinga á Bretlandi er 350000 á ári. Á Frakklandi 280000, t Þýzkalandi 600000. í Japan 550000, og í Bandarikj- unum 1800000. í Bandaríkjunum skilur áttunda hver kona við mann sinn. í Frakklandi ein af hverjum 30. í Bretlandi ein af hverjum 80. í þýzkalandi ein af hverjum 200, og í Japan ein af hverjum 1300. í Bretlandi fæðast 600000 börn á érl. í Frakklandi 630000. í Þýzkalandi 1279000. í Bandaríkjunum 2150000, og í Japan 2190000. Python höggormurinn er lengstur og sterkastur allra höggorma. Hann getur orðið 32 fet á lengd. Næst kemur Ana- condan í Suður-Ameríku, 28 fet. Boa- höggormurinn og skröltormurinn verða allt að 15 fet á lengd. Stytzta borgargata i heimi er Rue des Degres i París. Hún er aðeins 14 tröppur af venjulegri breidd, en þó merkt sínu nafni og skráð á uppdráttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.