Dvöl - 01.04.1939, Page 80

Dvöl - 01.04.1939, Page 80
158 DVÖL Á yíö og dreif Fyrir 60—70 árum voru marglr smá- strákar að leik á Torfunefi i Akureyrar- kaupstað. í þessum strákahóp voru tveir, sem seinna urðu nafnfrægir menn, þeir Baldvin L. Baldvinsson, síðar ritstjóri og stjórnmálamaður og K. N. skáld. Á Torfunefi var í þá daga mikil grútar- bræðsla, því að hákarlaveiðar voru þá mjög stundaðar frá Akureyri. Stóð þar því mikið af stórum bræðslupottum og öðrum ílátum. Höfðu strákar i þetta sinn sér til gamans að kasta steinum í gríðarstóran og sjálfsagt dýran bræðslu- pott og reyna að hæfa gatið í eyra pottsins. Þessi leikur endaði auðvitað með því, að einn steinninn lenti á eyra pottsins og braut það af. Drengirnir sáu þegar, að í óefni var komið og tóku allir til fótanna, nema Baldvin, þótt yngstur væri, eitthvað 6—7 ára. Sýnir það snarræði hans, að hann gekk að hinum limlesta potti og bar skit í sárlð, til þess að svo skyldi líta út, sem hér væri um gamla lömun í potteyranu að ræða. — Nú líða árin, og þeir komast báðir á gamals aldur, Baldvin og K. N. Þegar Baldvin er sjötugur, skrifar K. N. honum ljóðabréf og endar það á þessarri vísu: Blaðið þrýtur, Baldl minn, burtu flýtur árið; ef þú brýtur boðorðin berðu skít i sárið. Siðan árið 1926 heflr farið fram stöðug leit eftir verðmætum efnum á vlgvöllun- um í Frakklandi. Fallbyssur, skotfæri og önnur meira og minna nothæf hergögn hafa fundizt í svo stórum stíl, að verð- mæti þeirra er metið á meira en milljarð króna. Vogir þær, sem notaðar eru við að vega demanta, eru svo nákvæmar, að eitt augnahár breytir jafnvægi þeirra. í Korzok í Thibet er landbúnaður sennllega „hæsti“ búskapur í heimi. Þó vex gras nokkur hundruð metrum hærra uppi. Á móti hverjum 100 karlmönnum eru 1 Bretlandi 109 konur, 107 í Frakklandi, 98 i Bandaríkjunum, 108 i Þýzkalandi, 99 i Japan, 103 í Sviþjóð, 101 i Hollandi, 105 á Ítalíu, 108 á Tyrklandi, 100 i Búl- garíu, 106 í Ungverjalandi og 94 i Lux- emburg. Ensk kona kaupir að meðaltali 2 kjóla á ári, eina kápu, 2 hatta og 2 pör af skóm. Frönsk kona kaupir að meðaltall 3 kjóla, eina kápu, 3 hatta og 2 pör af skóm. Amerísk kona kaupir að meðaltali 4 kjóla, 4 hatta, 2 kápur og 4 pör af skóm. Tala giftinga á Bretlandi er 350000 á ári. Á Frakklandi 280000, t Þýzkalandi 600000. í Japan 550000, og í Bandarikj- unum 1800000. í Bandaríkjunum skilur áttunda hver kona við mann sinn. í Frakklandi ein af hverjum 30. í Bretlandi ein af hverjum 80. í þýzkalandi ein af hverjum 200, og í Japan ein af hverjum 1300. í Bretlandi fæðast 600000 börn á érl. í Frakklandi 630000. í Þýzkalandi 1279000. í Bandaríkjunum 2150000, og í Japan 2190000. Python höggormurinn er lengstur og sterkastur allra höggorma. Hann getur orðið 32 fet á lengd. Næst kemur Ana- condan í Suður-Ameríku, 28 fet. Boa- höggormurinn og skröltormurinn verða allt að 15 fet á lengd. Stytzta borgargata i heimi er Rue des Degres i París. Hún er aðeins 14 tröppur af venjulegri breidd, en þó merkt sínu nafni og skráð á uppdráttum.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.