Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 52

Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 52
130 DVÖL ekki heima í dag. Hliðið verður opið. Komdu klukkan ellefu, þeg- ar allir eru í svefni.“ Ivan Ivanovitch stakk höndinni með bréfmiðanum í vasann, sneri sér síðan frá ljósinu og mælti, yf- irvegandi eins og áður: „Hvað hefir „fyrirgefning“ að þýða gagnvart þessu? Orðið á ekki við um þetta. Ég hefi engan áhuga fyrir „æsingum", — og hvað kem- ur „æsing“ þessu við? Staðreynd- irnar eru einfaldar. Þú hefir saurg- að rúm mitt með öðrum manni. .... Farðu út!“ „Ivan! Mundu að við — við — eigum barn — son —“ Ivan hæddi hana. „Við eigum unga, og ég kæri mig ekkert um ungana þína .... Farðu út!“ Þá hurfu hrukkurnar undir aug- um hennar og þar var ekkert nema augu, augu full haturs, örvænt- ingar og þrjózku. Hún svaraði lágt og með áherzlu: „Vesalings kvikindi! Ég elska hann, ég elska hann, hann, en ekki þig!“ Ivan hrökk undan, en svaraði ekki. Hún sneri sér hvatlega við og skellti hurðinni. Hann fór ekki á eftir henni, heldur stóð kyrr. Það varð svo hljótt innan við luktar dyrnar. Svo þaut hann allt í einu að dyrunum. En það var auðn handan hurðarinnar, barnsrúmið var autt, og það logaði kerti á borði hjá því. Dyrnar stóðu opnar. Hann þau út í ganginn, gegnum hinn sterka þef mannlífsins. Hann þaut út í rigninguna, út í húsa- garðinn. Garðshliðið var opið. Þá hrópaði hann út í nóttina, svo hjálparvana, bljúgur og aumkun- arverður: „Alenushka —!“ Það heyrðist ekkert svar. Gat- an var hulin helsvörtu, regndrjúp- andi myrkrinu. Um morguninn kom vinnukona með bréf. „Gjörðu svo vel, Ivan Ivanovitch.“ Hún bað hann, í bréf- inu, að senda sér muni sína, en aðeins það, sem hún ætti sjálf — og sonur hennar. Hann tók til eigur hennar, var að því allan daginn og vinnukon- an hjálpaði honum. Hún fór snöggvast burt, tvisvar, til þess að drekka te og til þess að borða mið- degisverð. En honum kom ekki í hug að neyta matar. Meðan vinnu- konan var fjarverandi, sat hann við borðið og skrifaði langt bréf. Um kvöldið fór vinnukonan með eigur konu hans á handvagni og stakk bréfinu í barm sinn. Ivan hjálpaði henni með vagninn út á götuna, og þar þrýsti hann hönd hennar og bað hana að gleyma nú ekki að koma með svar. Vinnukon- an kunni illa við sig, meðan hann þrýsti hönd hennar, og svaraði skynsamlega, um leið og hún dró að sér höndina: „Það er ekki undir mér komið. En ef hún fær mér sVar, þá kem ég með það. Það er ekkert að fót- unum á mér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.