Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 48

Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 48
126 DVÖL Við nemum staðar í þorpi einu, sem Sicamous heitir, því að nú ætlum við að leggja leið okkar lengra suður á bóginn og verðum að bíða til morguns eftir annarri lest. Allur dagurinn fór í ferðalagið yfir háfjöllin og var þó greitt haldið á. í Sicamous hefi ég gefið mest fyrir gistingu — 6 dollara yfir nótt- ina. Gistihúsið var fyrsta flokks, og þegar nýr dagur rís, sér maður fagurt landslag. Þorpið stendur á vatnsbakka, snarbrött og skógivax- in brekkan rís rétt ofan við járn- brautarstöðina. Vatnið er allstórt og virðist vera umlukt á alla vegu af háum og skógivöxnum fjöllum með margbreytilega lögun. Ekki er það neitt undur, þótt rauðskinn- anum hafi fundizt mikið til um veldi sitt, er hann stóð á tindum þessa tignbúna fjalllendis og leit á sig sjálfan sem frjálsborinn drottnara þess. Fjallavígið hans hlaut að vaxa honum í augum, því að enn heillar það hjarta hvers einasta ferðamanns. Við kveðjum þetta friðsæla fjallahreiður og höldum suður- eftir Okanagandalnum. Það dylst ekki, að þetta er aldingarður lands- ins, því að á trjánum meðfram veginum hanga blóðrauð og skín- andi epli, og það þótt komið sé fram í nóvember. Að hallandi miðj - um degi komum við þar, sem heitir Okanagan Landing. Lengra fer lestin ekki og tekur nú við vatnið, sem kennt er við dalinn og heitir Lake Okanagan. Þar bíður skip, sem flytur okkur til Kelowna, en þangað er ferðinni heitið. Vatnið er langt og mjótt. Skógivaxnar hlíðar rísa á báðar hendur og ald- ingarðar sjást þar á víð og dreif. Eftir svo sem tveggja stunda ferð komum við til Kelowna, en frá þeim litla bæ og umhverfi hans vildi ég geta sagt eins og það á skilið. Sá staður er paradís endur- minninga minna. Þar dvöldum við svo tvö og hálft ár, og það voru sólskinsrík og indæl ár í þessum aldingarði fjallalandsins mikla. Kelowna er fallegur, lítill bær. íbúar eru aðeins um 5 þúsund, en bærinn er stærri ummáls en Reykjavík. Götur eru breiðar og beinar, stórir trjágarðar og mat- jurtagarðar hjá húsunum og víða á milli þeirra. Húsin sjást varla fyrir trjágróðrinum, og er þar mikið um ávaxtatré. Við höfðum hálfa ekru í kringum húsið okkar, stóran matjurtagarð og svo allmik- ið af aldintrjám. Fengum um 40 kassa af eplum, 7—11 kassa af indælum perum og svo nokkuð af vínberjum og öðrum ávöxtum. í garðinum gat maður ræktað alls- konar melónur og svo allar hugs- anlegar matjurtir. Er það ekki glapræði, sem gengur „syndafalli“ næst, að yfirgefa slíka paradís? Á sumrin gátu bæjarbúar synt og svamlað í volgu vatninu, velt sér í heitum sandinum, sofið úti allar nætur á svölum húsanna, þar sem sólin vakti menn með heitum geislakossi á hverjum morgni. Ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.