Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 78

Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 78
1:5 D VOL sveitanna, Haukur kennari á Hvanneyri um skógrækt og lestina rekur Haraldur bóndi á Álftanesi með frásögn, er hann nefnir: Leirárskotta fer kaupstaðarferð. Á þessu sést, að þetta rit borgfirzku ungmennafélaganna hefir ýmislegt að bjóða. Auðvitað er efni þetta nokkuð mis- jafnt að gæðum, sumt ágætt, annað lak- ara, en yfirleitt má segja að ritið sé Borg- firðingum til sóma. V. G. Skinfaxi. Tímarit U. M. P. í. Ritstjóri Aðalsteinn Sig- mundsson. 1. hefti, XXX. árg. Reykjavík 1939. Þetta góðkunna rit ungmennafélaganna er nú að byrja 30. árið með nýútkomnu hefti, er flytur að vanda ýmislegt læsilegt efni eftir marga góða menn, víðsvegar að af landinu. í þetta hefti rita: Jónas A. Helgason, Sigurður Þórarinsson, Stefán Jónsson, Halldór Kristjánsson, Hallgrímur Jónsson, Jón Jónsson frá Ljárskógum, Að- alsteinn Sigmundsson, Jón Magnússon, Sigurður Helgason, Þórólfur Sigurðsson, Bergur Vigfússon, Emil Ásgeirsson, Sig- urður Greipsson, Daníel Ágústínusson og Magnús Jónsson. Pappír, prófarkalestur og frágangur yfirleitt er eins og venjulega í bezta lagi. Skinfaxl frá byrjun er mjög eigulegt rit. Væri hann fáanlegur allur, myndi hann verða keyptur háu verði, bæði af þeim er þetta ritar og mörgum fleirum. Skinfaxi hefir jafnan verið boðberi heil- brigðrar lífsstefnu og látið sig varða margskonar umbótamál æskumannanna og þjóðarlnnar i heild, þótt hánn hafi verið nokkuð misjafnlega skeleggur á hin- um ýmsu tímum. V. G. Þegar siðasta örk heftisins er að fara í prentun, kemur inn úr dyrunum Ársrit „Hólamannafélags" og „Hvanneyrings", myndarlegt búfræðirlt, 160 bls., ritstjóri Gunnl. Björnsson. Þetta er „Búfræðingur- inn“ VI. árg. — Dvöl þakkar öll þau rit og bækur, sem hennl hafa verið send, þótt tími og rúm leyfi ekki í þetta sinn, að minnzt sé á fleira af því taginu. Eödd úr SYeitinni [Oft berast Dvöl bréf frá lesendunum, er bera vitni um sjálfstæðar og greindar- legar athuganir þeirra. Tekur hún sér bessaleyfi til að birta eitt slíkt bréf frá ungum, efnilegum Þingeyingi, án þess þó að gera allar skoðanir bréfritarans að sínum. Því, sem Dvöl birtir undir fullu nafni höfundanna, bera þeir auðvitað fyrst og fremst ábyrgð á sjálfir, þó að vitanlega sé það á ábyrgð ritstjórans hverju hann ljær rúm í Dvöl]. Ytri-Tungu á Tjörnesi, 24./3. 1939. Herra ritstjóri! Ég vil sem lesandi Dvalar færa yður þakkir fyrir margar þýddar smásögur, sem Dvöl hefir flutt eftir úrvalshöfunda, sem alþýða manna hefði annars ekki haft aðstöðu að kynnast, bæði vegna bókaskorts og lítillar kunnáttu í málum. En alveg sérstaklega vil ég þakka yður fyrir grein, sem þér skrifuðuð í síð- asta hefti Dvalar og nefnduð: „Alvarlegt ástand". Það er vlssulega óvænt að heyra rödd úr höfuðstaðnum, sem er Jafn sam- hljóma hugsunum okkar sveitafólksins. Ég vil taka undir það með yður, að al- varlegasta vandamál okkar þjóðfélags sé þessi stöðugi flótti fólksins úr sveitun- um, frá allri framleiðslu að fastlaunuðu stöðunum í kaupstöðunum eða í hóp at- vinnuleysingjanna, sem ráfa um götur bæjanna með reidda hnefa gegn þjóðfé- laginu, en heimtandi allt af öðrum. En á sama tíma — í sama landinu — er sveita- fólkið að sligast undir þrotlausu starfi. Þar vantar fólk. En vilji búandi maður í sveit kaupa vinnu bæjarmanns, og greiða hon- um samkvæmt taxta bæjanna, þá hrekkur ekki afrakstur búsins til greiðslu á kaupi þessa eina manns, sem ætti að fá 3650,00 til 6000,00 kr. í árslaun. Svo langt er bilið milli greiðsluþols sveitabúskaparins og kaupgjaldskröfu bæjamanna. Ef bændur hefðu fylgt sömu aðferð og sumir útgerð- armenn, að reikna sér og sínum fullt kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.