Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 10

Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 10
88 DVÖL andi ótta. Körfurnar fól hann for- sjá fjarskylds ættingja og lagði síðan leið sína til Brúar hinna þriggja systra. Hann komst að raun um, að honum hafði verið skýrt rétt frá innihaldi auglýsingarinnar. Hjá brúnni sá hann sjö blóðug höfuð kornungra manna á bambusstöng- um. Og þegar hann virti þau nán- ar fyrir sér, þekkti hann þar höf- uð unga mannsins, sem daginn áður hafði flutt ræðuna úti fyrir musteri Konfuciusar. Fjöldi fólks hafði safnazt þarna saman til þess að hæða byltingar- mennina. Gamall maður hrækti fyrirlitlega og hrópaði: „Sjáið hér, hvernig fer fyrir byltingamönnun- um!“ Wang hrökk saman þegar hann heyrði orðið byltingamaður. Vel gat verið að einhver, sem þekkti hann ætti leið um og hrópaði „hæ- hæ, Wang byltingamaður — hefir þú neytt moxgunverðar?" Þetta var að vísu heimskulegt ávarp, en hann var því vanur, og í dag gat það haft örlagaríkar afleiðingar, þótt það hefði engu máli skipt fram til þessa. Hann flýtti sér því burtu frá þessum ömurlega stað. * Eftir þetta lagði hann mikið á sig við vinnu sína. Hann var mjög fámáll og kvartaði ekki yfir neinu. Nágrannar hans veittu þessarri breytingu eftirtekt, og spurðu konu hans, hvort hann mundi vera veikur. En málið var ekki þannig vaxið. Það, sem amaði að Wang Lung, var þetta: Fyrir hugskots- sjónum hans var stöðug myndin af blóðugum mannshöfðum hjá Brú hinna þriggja systra. Og hann sá ekki sjö höfuð, heldur átta. Hið áttunda var höfuð hans sjálfs. Hann sá það fyrir sér við hlið hinna. Augun voru lokuð, varirnar gráfölar og afmyndaðar. Þessi sjón fyllti hann ógurlegri skelfingu fyrst í stað. Og skelfing hans óx um allan helming við það, að mega engum skýra frá henni. Þegar frænda hans einum varð á að kalla hann „Wang byltingamann“, varð hann ofsareiður og formælti hon- um hroðalega. En hann mátti eng- um skýra frá vanlíðan sinni, það hefði verið sama og að leggja höf- uðið undir öxina. Smátt og smátt breyttist ótti hans í hatur. Sárbiturt hatur, sem beindist gegn öllu og öllum. Hann hataði akrana,því að honum fannst hann vera þræll þeirra. Hann hat- aði nágranna sína, af því að hann gat ekki skýrt þeim frá ótta sínum. Hann hataði alla þorpsbúa vegna þess að þeir sættu sig við tilver- una og voru kátir og lífsglaðir. Hann hataði borgina, sem var full af iðjulausu og ánægðu fólki. Hann heyrði ekki framar minnzt á byltingamennina, og honum stóð á sama um þá. Hann gat að vísu aldrei gleymt því, að byltingin átti að gera hina fátæku ríka. Og hat- ur hans til hinna ríku óx eftir því, sem honum þótti minni líkur á, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.