Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 23

Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 23
D VÖL 101 berandi. Hann breiðir sig eins og þykkur feldur eða flóki yfir hraun- hólana og skóglausu flesjurnar og veldur miklum litbrigðum á hraun- inu. í votviðrum á sumrin verður hann dimmgrár og ósjálegur að lit, en á vetrum í auðri jörð nálega ljósgrænn. Birkið er yfirleitt mjög smávaxið. Örfá tré eru um tvær mannhæðir. Kjarrið er kræklótt og niðurbælt vegna langvarandi kúg- unar af fjárbeit og skógarhöggi. Síðan friðunin komst á, er það ögn farið að rétta við, og bjarkarný- græðingurinn er farinn að gægjast upp úr jarðveginum hér og hvar, eins og til að vita, hvort óvinur er í nánd og hvort óhætt sé fyrir sig að njóta óáreittur yls og birtu sól- arinnar. Þingvallavatn mun vera stærsta stöðuvatnið á íslandi. Það er um 115 ferkílómetrar að stærð og ligg- ur um 40 km. frá sjó og 103 m. yfir sjávarfleti. Mesta dýpi, sem fundizt hefir í vatninu, er 109 m. Á því svæði er botninn 6 m. neðar en sjávarflötur. Vatnið er merkilegt að því leyti, að í því lifir ógrynni af sérstakri smásilungategund, svo kallaðri murtu,semhvergi mun vera til í öðrum vötnum á landinu og sennilega ekki í Evrópu. Venjulega veiðast um 2—300 þús. murtur á ári að samantöldu á bæjum, sem eiga veiðirétt í vatninu. Norður- hluti vatnsins, sem liggur að frið- lýsta svæðinu á Þingvöllum, á að sjálfsögðu að njóta sömu friðunar og náttúruverðmæti á þurru landi. Allur riðsilungur í þessum hluta vatnsins. á að vera óáreittur meðan hann er að auka kyn sitt og endra- nær. Það er til hagsbóta fyrir alla, sem búa umhverfis vatnið og eiga tilkall til veiði í því. Ef náttúr- an réði sjálf og fengi að njóta þeirrar verndar, sem henni ber samkvæmt friðunarlögum, myndi hún framleiða á þessum stað, í Þingvallavatni, meira ungviði en nokkur ein klakstöð gæti gert á íslandi. Þingvellir við Öxará, ásamt um- hverfi þeirra, voru friðaðir með lögum frá 7. maí 1928. Friðunar- lögin komust á sérstaklega í tilefni af því, að þá stóð fyrir dyrum 1000 ára minningarhátíð Alþingis á Þingvöllum 1930. Þetta mátti varla seinna vera, til að bjarga gróðrin- um á hrauninu og öðrum náttúru- verðmætum þar um slóðir. Landið umhverfis fornhelga sögustaðinn var orðið flakandi af sárum eftir tíu alda ábúðina. En þrátt fyrir það var erlendum þjóðum sagt, að til- vinnandi væri að ferðast umhverfis hnöttinn, til að skoða þar náttúr- una. Fæstir gera sér hugmynd um, hvað náttúrufriðun er í raun og veru, eða í hverju hún er fólgin. Fyrir nokkrum árum heyrði ég á tal tveggja manna um friðun hvala kringum fsland. Annar þeirra, sem var vestfirzkur kaupsýslumaður, taldi það mjög æskilegt að friða hvalina, „bara ef það er gert handa mér til að veiða þá“. Þetta voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.