Dvöl - 01.04.1939, Side 23

Dvöl - 01.04.1939, Side 23
D VÖL 101 berandi. Hann breiðir sig eins og þykkur feldur eða flóki yfir hraun- hólana og skóglausu flesjurnar og veldur miklum litbrigðum á hraun- inu. í votviðrum á sumrin verður hann dimmgrár og ósjálegur að lit, en á vetrum í auðri jörð nálega ljósgrænn. Birkið er yfirleitt mjög smávaxið. Örfá tré eru um tvær mannhæðir. Kjarrið er kræklótt og niðurbælt vegna langvarandi kúg- unar af fjárbeit og skógarhöggi. Síðan friðunin komst á, er það ögn farið að rétta við, og bjarkarný- græðingurinn er farinn að gægjast upp úr jarðveginum hér og hvar, eins og til að vita, hvort óvinur er í nánd og hvort óhætt sé fyrir sig að njóta óáreittur yls og birtu sól- arinnar. Þingvallavatn mun vera stærsta stöðuvatnið á íslandi. Það er um 115 ferkílómetrar að stærð og ligg- ur um 40 km. frá sjó og 103 m. yfir sjávarfleti. Mesta dýpi, sem fundizt hefir í vatninu, er 109 m. Á því svæði er botninn 6 m. neðar en sjávarflötur. Vatnið er merkilegt að því leyti, að í því lifir ógrynni af sérstakri smásilungategund, svo kallaðri murtu,semhvergi mun vera til í öðrum vötnum á landinu og sennilega ekki í Evrópu. Venjulega veiðast um 2—300 þús. murtur á ári að samantöldu á bæjum, sem eiga veiðirétt í vatninu. Norður- hluti vatnsins, sem liggur að frið- lýsta svæðinu á Þingvöllum, á að sjálfsögðu að njóta sömu friðunar og náttúruverðmæti á þurru landi. Allur riðsilungur í þessum hluta vatnsins. á að vera óáreittur meðan hann er að auka kyn sitt og endra- nær. Það er til hagsbóta fyrir alla, sem búa umhverfis vatnið og eiga tilkall til veiði í því. Ef náttúr- an réði sjálf og fengi að njóta þeirrar verndar, sem henni ber samkvæmt friðunarlögum, myndi hún framleiða á þessum stað, í Þingvallavatni, meira ungviði en nokkur ein klakstöð gæti gert á íslandi. Þingvellir við Öxará, ásamt um- hverfi þeirra, voru friðaðir með lögum frá 7. maí 1928. Friðunar- lögin komust á sérstaklega í tilefni af því, að þá stóð fyrir dyrum 1000 ára minningarhátíð Alþingis á Þingvöllum 1930. Þetta mátti varla seinna vera, til að bjarga gróðrin- um á hrauninu og öðrum náttúru- verðmætum þar um slóðir. Landið umhverfis fornhelga sögustaðinn var orðið flakandi af sárum eftir tíu alda ábúðina. En þrátt fyrir það var erlendum þjóðum sagt, að til- vinnandi væri að ferðast umhverfis hnöttinn, til að skoða þar náttúr- una. Fæstir gera sér hugmynd um, hvað náttúrufriðun er í raun og veru, eða í hverju hún er fólgin. Fyrir nokkrum árum heyrði ég á tal tveggja manna um friðun hvala kringum fsland. Annar þeirra, sem var vestfirzkur kaupsýslumaður, taldi það mjög æskilegt að friða hvalina, „bara ef það er gert handa mér til að veiða þá“. Þetta voru

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.