Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 39

Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 39
D VÖL 117 Hallmundur skósmiður, seinni maður Gróu Jóns, sem skirði flokk- ana þessum nöfnum. Þau þóttu vel til fallin og var tekið fegins hugar. Það var nokkuð fljótlegra að segja: „Hvort ertu Sáluhliðsmaður eða Veggverji?“ í staðinn fyrir: „Hvort ertu með því, að Magnús útgerðar- maður verði borinn um sáluhliðið eða dröslað yfir garðinn?“ Og af flýtinum veitti ekki á þeim anna- og óróadögum, sem í hönd fóru. Nokkrir Sáluhliðsmenn tóku sig til og boðuðu til fundar í Templ- aranum. Fundarhúsið var yfirfullt og á fundinum var stofnað „Sálu- hliðsmannafélag Seleyrar“. Sýslu- maðurinn hélt fróðlegt erindi um greftrunarsiði að fornu og nýju. Hann var og kosinn formaður fé- lagsins samhljóða. Á fundinum var einnig kosin nefnd, sem athuga skyldi mögu- leikana fyrir útgáfu flokksmerkis. Átti hún að skila tillögum sínum um gerð þess og útlit á næsta fundi, sem var ákveðinn daginn eftir á sama stað og stundu. Þegar læknirinn, sem var eld- heitur Veggverji, frétti af fundar- boði Sáluhliðsmanna, þeytti hann frá sér tanntönginni, sem hann var í þann veginn að stinga upp í tannpínusjúkling, sem hafði haft vítiskvalir í kjaftinum í rúma viku áður en hann áræddi til læknisins, og kallaði um leið og hann þaut út úr stofunni: „Þú verður að bíða til morguns, vinur.“ Úti á aðalgötu þorpsins stað- næmdist læknirinn. Hann snar- sneri sér í allar höfuð- og auka- áttir veraldarinnar, svo að löfin á hvíta vinnujakkanum þyrluðust út í loftið og hrópaði í sífellu: „Veggverjafundur í barnaskólan- um,“ með slíkri raust, að hver blaðastrákur hefði gulnað af öf- und, ef hann hefði heyrt það: „Veggverjafundur í barnaskólan- um“. Á örskammri stundu safnaðist stór hópur af fólki í kringum lækn- inn og sumir hrópuðu honum til aðstoðar. Þegar honum þótti hóp- urinn hæfilega stór, hélt hann af stað í broddi fylkingar í áttina að barnaskólahúsinu. Þar var haldið áfram að hrópa og fylkingin óx stöðugt. Þegar komið var að skóla- húsinu, benti læknirinn á dyrnar og áhlaupið var hafið. Börnunum var gefið fri, en kenn- urunum boðið á fundinn. Fundurinn fór fram með líkum hætti og hjá Sáluhliðsmönnum, nema hvað Veggverjum sást al- gerlega yfir þá staðreynd, að fé- lagsmerki voru í tízku og þóttu ákaflega merkilegir gripir. Læknirinn var sjálfsagður for- maður Veggverjafélagsins, sem var nafn gefið og kallað „Veggverja- klúbburinn“. Og hvað sem félagsmerkjunum leið, þá þóttust Veggverjarnir hafa verið Sáluhliðsmönnunum snjallari í nafngiftinni. Klúbbur. Það hvíldi einhver dularfullur frumleiki yfir nafninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.