Dvöl - 01.04.1939, Side 39

Dvöl - 01.04.1939, Side 39
D VÖL 117 Hallmundur skósmiður, seinni maður Gróu Jóns, sem skirði flokk- ana þessum nöfnum. Þau þóttu vel til fallin og var tekið fegins hugar. Það var nokkuð fljótlegra að segja: „Hvort ertu Sáluhliðsmaður eða Veggverji?“ í staðinn fyrir: „Hvort ertu með því, að Magnús útgerðar- maður verði borinn um sáluhliðið eða dröslað yfir garðinn?“ Og af flýtinum veitti ekki á þeim anna- og óróadögum, sem í hönd fóru. Nokkrir Sáluhliðsmenn tóku sig til og boðuðu til fundar í Templ- aranum. Fundarhúsið var yfirfullt og á fundinum var stofnað „Sálu- hliðsmannafélag Seleyrar“. Sýslu- maðurinn hélt fróðlegt erindi um greftrunarsiði að fornu og nýju. Hann var og kosinn formaður fé- lagsins samhljóða. Á fundinum var einnig kosin nefnd, sem athuga skyldi mögu- leikana fyrir útgáfu flokksmerkis. Átti hún að skila tillögum sínum um gerð þess og útlit á næsta fundi, sem var ákveðinn daginn eftir á sama stað og stundu. Þegar læknirinn, sem var eld- heitur Veggverji, frétti af fundar- boði Sáluhliðsmanna, þeytti hann frá sér tanntönginni, sem hann var í þann veginn að stinga upp í tannpínusjúkling, sem hafði haft vítiskvalir í kjaftinum í rúma viku áður en hann áræddi til læknisins, og kallaði um leið og hann þaut út úr stofunni: „Þú verður að bíða til morguns, vinur.“ Úti á aðalgötu þorpsins stað- næmdist læknirinn. Hann snar- sneri sér í allar höfuð- og auka- áttir veraldarinnar, svo að löfin á hvíta vinnujakkanum þyrluðust út í loftið og hrópaði í sífellu: „Veggverjafundur í barnaskólan- um,“ með slíkri raust, að hver blaðastrákur hefði gulnað af öf- und, ef hann hefði heyrt það: „Veggverjafundur í barnaskólan- um“. Á örskammri stundu safnaðist stór hópur af fólki í kringum lækn- inn og sumir hrópuðu honum til aðstoðar. Þegar honum þótti hóp- urinn hæfilega stór, hélt hann af stað í broddi fylkingar í áttina að barnaskólahúsinu. Þar var haldið áfram að hrópa og fylkingin óx stöðugt. Þegar komið var að skóla- húsinu, benti læknirinn á dyrnar og áhlaupið var hafið. Börnunum var gefið fri, en kenn- urunum boðið á fundinn. Fundurinn fór fram með líkum hætti og hjá Sáluhliðsmönnum, nema hvað Veggverjum sást al- gerlega yfir þá staðreynd, að fé- lagsmerki voru í tízku og þóttu ákaflega merkilegir gripir. Læknirinn var sjálfsagður for- maður Veggverjafélagsins, sem var nafn gefið og kallað „Veggverja- klúbburinn“. Og hvað sem félagsmerkjunum leið, þá þóttust Veggverjarnir hafa verið Sáluhliðsmönnunum snjallari í nafngiftinni. Klúbbur. Það hvíldi einhver dularfullur frumleiki yfir nafninu.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.