Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 42

Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 42
120 DVÖL IV. Rétt þegar séra Kristján var að festa blundinn, ýfðist snögglega hin rjómalygna samvizka hans, og hin bjargfasta ákvörðun frá deg- inum tók að riða. Tíu ára gamalt atvik — þegar tjargaða kistan hans Jóns heitins skógara vóg salt á kirkjugarðs- veggnum og burðarmennirnir misstu valdið á henni, svo að hún steyptist á endann niður af honum og við sjálft lá að hún brotnaði — stóð nú skýrt fyrir hugskotssjón- um hans. Hann ætlaði að hrista þessa endurminningu úr huga sín- um og bylti sér yfir á hina hliðina. En hvernig sem hann bylti sér, lét hún hann ekki í friði. Hver var munurinn, þegar öllu var á botninn hvolft, á líkömum þeirra Magnúsar og Jóns? Var hann nokkur? Og ef hann hafði breytt rétt gagnvart Jóni, var hann þá ekki nú kominn á flugstig með að drýgja stóra synd, aðeins vegna þess að í hlut átti persónulegur vinur hans og maður, sem var í meiri metum hafður í þjóðfélaginu? Drottinn fer ekki í manngreinar- álit. — Það skyldi heldur aldrei verða sagt um séra Kristján á Seleyri, að hann færi í manngreinarálit. Nei — Magnús útgerðarmaður varð að sæta sömu meðferð og Jón skóari — En ef hann hafði ekki breytt rétt, þegar hann jarðsetti skósmiðinn — var þá ekki stórháskalegt fyrir hans eigin sálarvelferð að vao'a áfram í sömu villunni? Lengi nætur bylti prestur sér til og frá í rúminu án þess að komast að neinni niðurstöðu — Það var ekki fyrr en frúin hast- aði á hann og sagði, að hún og Bobb hefðu ekki svefnfrið fyrir bröltinu í honum, og hann tók að beina huga sínum að því að halda sér í skefjum, að svefninn misk- unnaði sig yfir hann. En ekki hafði hann sofið lengi, er hann hrökk upp við háreysti fyrir utan hús sitt. Menn kölluð- ust á og honum heyrðist ekki betur en að hópur manna hlypi hratt framhjá húsinu. — Það hlaut að vera eitthvað óvenjulegt á seyði. — Hann þaut upp úr rúminu, smeygði sér í inniskóna og hljóp út að glugganum. Hann grillti í fólk, sem var á harðahlaupum. Allir hlupu í sömu átt, í vestur, og flest- ir héldu á einhverju, sem glamr- aði í. — Fötur — ályktaði presturinn. Hann reif gluggann upp á gátt og kallaði: „Hvað er um að vera?“ „Fíniríið brennur," var svarað utan úr myrkrinu. „Hús Magnúsar útgerðarmanns?" „Já, það stendur í ljósum log- um,“ svaraði sama röddin og önn- ur tók undir: „Það er alelda." — Séra Kristján gat ekki séð sjálft bálið úr svefnherbergisglugga sín-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.