Dvöl - 01.04.1939, Side 42

Dvöl - 01.04.1939, Side 42
120 DVÖL IV. Rétt þegar séra Kristján var að festa blundinn, ýfðist snögglega hin rjómalygna samvizka hans, og hin bjargfasta ákvörðun frá deg- inum tók að riða. Tíu ára gamalt atvik — þegar tjargaða kistan hans Jóns heitins skógara vóg salt á kirkjugarðs- veggnum og burðarmennirnir misstu valdið á henni, svo að hún steyptist á endann niður af honum og við sjálft lá að hún brotnaði — stóð nú skýrt fyrir hugskotssjón- um hans. Hann ætlaði að hrista þessa endurminningu úr huga sín- um og bylti sér yfir á hina hliðina. En hvernig sem hann bylti sér, lét hún hann ekki í friði. Hver var munurinn, þegar öllu var á botninn hvolft, á líkömum þeirra Magnúsar og Jóns? Var hann nokkur? Og ef hann hafði breytt rétt gagnvart Jóni, var hann þá ekki nú kominn á flugstig með að drýgja stóra synd, aðeins vegna þess að í hlut átti persónulegur vinur hans og maður, sem var í meiri metum hafður í þjóðfélaginu? Drottinn fer ekki í manngreinar- álit. — Það skyldi heldur aldrei verða sagt um séra Kristján á Seleyri, að hann færi í manngreinarálit. Nei — Magnús útgerðarmaður varð að sæta sömu meðferð og Jón skóari — En ef hann hafði ekki breytt rétt, þegar hann jarðsetti skósmiðinn — var þá ekki stórháskalegt fyrir hans eigin sálarvelferð að vao'a áfram í sömu villunni? Lengi nætur bylti prestur sér til og frá í rúminu án þess að komast að neinni niðurstöðu — Það var ekki fyrr en frúin hast- aði á hann og sagði, að hún og Bobb hefðu ekki svefnfrið fyrir bröltinu í honum, og hann tók að beina huga sínum að því að halda sér í skefjum, að svefninn misk- unnaði sig yfir hann. En ekki hafði hann sofið lengi, er hann hrökk upp við háreysti fyrir utan hús sitt. Menn kölluð- ust á og honum heyrðist ekki betur en að hópur manna hlypi hratt framhjá húsinu. — Það hlaut að vera eitthvað óvenjulegt á seyði. — Hann þaut upp úr rúminu, smeygði sér í inniskóna og hljóp út að glugganum. Hann grillti í fólk, sem var á harðahlaupum. Allir hlupu í sömu átt, í vestur, og flest- ir héldu á einhverju, sem glamr- aði í. — Fötur — ályktaði presturinn. Hann reif gluggann upp á gátt og kallaði: „Hvað er um að vera?“ „Fíniríið brennur," var svarað utan úr myrkrinu. „Hús Magnúsar útgerðarmanns?" „Já, það stendur í ljósum log- um,“ svaraði sama röddin og önn- ur tók undir: „Það er alelda." — Séra Kristján gat ekki séð sjálft bálið úr svefnherbergisglugga sín-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.