Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 33

Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 33
DVÖL 111 inn hefir aldrei verið eftirbátur annarra í dirfð eða róttækumfram- kvæmdum. Hann hefir rekið kon- unga frá völdum eða komið kon- ungum til valda, hann hefir staðið að baki róttækustu frelsisbylting- um, er getur um í sögu mannkyns- ins, og hann hefir barizt fyrir þjóð- félagsþróun og einstaklingsfrelsi — með hjartablóði sínu ef annað dugði ekki. Quartier Latin var bar- áttuvöllur manna eins og Rous- seau’s, Voltaire’s, Mirabeau’s, og 1 fátæklegri brauðsölubúð þar komu þeir Marat, Robespierre og Danton saman, drukku kalda mjólk og skipulögðu eldlegustu — en lika á- takanlegustu — frelsisbyltingu, sem yfir heiminn hefir dunið. Gömul kona, sem ég leigði hjá, sagði að öldin væri orðin önnur í Quartier Latin nú en hún var i æsku hennar og bernsku. „Þá var gaman að lifa,“ bætti hún við. Stúdentarnir voru margir hverjir fátækir þá eins og nú, en þeir voru lífsglaðir, hugmyndarikir og brell- óttir. Þeir höfðu ráð undir hverju rifi. Sumir þeirra höfðu það fyrir atvinnu að falla við próf. Þeir gerðu það ár eftir ár og græddu á tá og fingri. Tildrögin voru þau, að efnaðir nemendur, sem ekki voru jafn rikir að námsgáfum sem fé, fengu þá gáfaðri tll að sitja hjá sér og segja sér til meðan á prófinu stóð, og borguðu þeim svo rík- mannlega fyrir. En til þess að geta endurtekið þetta sama bragð sem oftast létu gáfuðu stúdentarnir sig falla ár eftir ár. Stundum tóku þeir líka próf undir fölsku nafni — tóku próf undir nafni einhvers ríks stú- dents, sem treysti sér illa sjálfum. En hún var hættuleg, brellan sú, því að það kostaði tíu ára betrunar- hússvist, ef upp komst. Þorparastrikum Parísarstúdent- anna voru engin takmörk sett, og hugmyndaauðgi þeirra í þá átt var blátt áfram aðdáunarverð. Þeir höfðu oftast nær eitthvað á prjón- unum, sem var nýtt og sérstakt í sinni röð, og sem jafnvel gat sett allan borgarhlutann á annan end- ann. Það vakti t. d. ógurlega skelf- ingu borgarbúa dag nokkurn, þegar tígrisdýr kom hlaupandi eftir einni aðalgötunni með tóman skaftpott bundinn í skottið. Fólkið á götun- um þusti hljóðandi og æpandi i all- ar áttir og leitaði skjóls á allra ó- líklegustu stöðum. En það blygð- aðist sin fyrir hugleysið, er það sá, að tígrisdýrið var ekki annað en stór hundur, sem hljóp mjög óðs- lega til að losna við skaftpottinn. Stundum sáust heilar fylkingar be- dúína ganga um göturnar, og þær vöktu svo mikla eftirtekt, að um- ferðin stöðvaðist og mannfjöldinn safnaðist umhverfis þessa ein- kennilegu menn. Raunar voru þetta aðeins fáklæddir Parísarstú- dentar, sveipaðir lökum, með hand- klæði eða koddaver reifuð um höf- uðin og málaðir í andliti. Vildi stú- dent fá sér ódýrt bað, jós hann svo miklu vatni í herbergið sitt, að hann gat lagt sig I það. Ánægjan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.