Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.04.1939, Blaðsíða 4
82 DVÖL ið. Augu hans hvörfluðu ekki frá þeim hluta veggjarins, þar sem gripirnir voru fólgnir, og á kvöldin lét hann flytja hvílu sína þangað. Að kvöldi fjórða dagsins hafði enn ekkert gerzt. Þá tók hann grip- ina fram aftur og muldraði eitt- hvað fyrir munni sér, eins og hann hefði orðið fyrir vonbrigðum. Síð- an fór fólk að stunda sín daglegu störf á sama hátt og áður og smám saman gleymdist keisarinn. Lífið gekk sinn vanagang án hans. Upp- skeran var engu minni en áður, meðan hann talaði máli þeirra við sjálfa guðina. Svo mikil og gagnger var breyt- ingin, að einn góðan veðurdag heyrði Wang Lung ungan mann hrópa um það á gildaskálanum, að keisarar væru latir þorparar, sem kostuðu þjóðina mikið fé. Wang Lung varð altekinn lamandi skelf- ingu. Hann gerði fastlega ráð fyrir, að niður úr þakinu mundi falla tíg- ulsteinn og mola höfuð hins unga, ógætna manns, eða teið mundi fara svo illa ofan í hann að hann kafn- aði af þeim orsökum. En þegar ekk- ert slíkt varð, leit Wang Lung svo á, að maðurinn mundi hafa haft rétt fyrir sér og guðirnir þyrðu þess vegna ekki að refsa honum. Eftir þetta leit hann mjög upp til unga mannsins og bar mikla virðingu fyrir honum. Ungi maðurinn var klæddur síð- um kyrtli úr dökkbláu efni. Það var hvorki þykkt né mjög þunnt, en hæfði árstíðinni vel, því að þetta var í þriðja vormánuðinum. Hár hans var stuttklippt og greitt slétt aftur eins og konuhár. „Þessi maður hlýtur að vera frá Suðurfylkjunum“, tautaði Wang Lung við sjálfan sig. „Ég hefi aldrei séð neinn, er líktist honum.“ Ungi maðurinn talaði mjög hratt og augu hans hvörfluðu af einum áheyrandanum á annan. Þegar hann veitti því eftirtekt, að Wang Lung starði án afláts á hann, strauk hann yfir enni sitt með hvít- um höndum, hækkaði röddina of- urlítið og sagði: „Við Kínverjar erum fjölmennari en nokkur önnur þjóð í heiminum. Allar aðrar þjóðir ættu því að ótt- ast okkur. En í stað þess líta þær niður á okkur. Orsökin er sú, að við eigum hvorki orrustuskip né eld- vagna. En er það til að vera hreyk- inn af? Fyrr á öldum riðu lærð- ustu menn okkar á eldskýjum og drekum, sem spúðu eldi. Það, sem við gerðum þá, getum við eins gert nú. Nú er Kína lýðveldi, keisarinn er dauður, okkur eru allir vegir færir!“ Wang Lung hafði fært sig nær. Hann laut niður, greip um faldinn á kyrtli unga mannsins og spurði kurteislega: „Með leyfi að spyrja, hvað hefir þessi kyrtill kostað?“ Hann þuklaði á hinu fína, mjúka efni og tautaði fyrir munni sér: „Oh, hverskonar efni er þetta? Það er mjúkt eins og skýin. Herra, er þetta útlent efni og hvað kostaði það?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.