Dvöl - 01.04.1939, Side 4

Dvöl - 01.04.1939, Side 4
82 DVÖL ið. Augu hans hvörfluðu ekki frá þeim hluta veggjarins, þar sem gripirnir voru fólgnir, og á kvöldin lét hann flytja hvílu sína þangað. Að kvöldi fjórða dagsins hafði enn ekkert gerzt. Þá tók hann grip- ina fram aftur og muldraði eitt- hvað fyrir munni sér, eins og hann hefði orðið fyrir vonbrigðum. Síð- an fór fólk að stunda sín daglegu störf á sama hátt og áður og smám saman gleymdist keisarinn. Lífið gekk sinn vanagang án hans. Upp- skeran var engu minni en áður, meðan hann talaði máli þeirra við sjálfa guðina. Svo mikil og gagnger var breyt- ingin, að einn góðan veðurdag heyrði Wang Lung ungan mann hrópa um það á gildaskálanum, að keisarar væru latir þorparar, sem kostuðu þjóðina mikið fé. Wang Lung varð altekinn lamandi skelf- ingu. Hann gerði fastlega ráð fyrir, að niður úr þakinu mundi falla tíg- ulsteinn og mola höfuð hins unga, ógætna manns, eða teið mundi fara svo illa ofan í hann að hann kafn- aði af þeim orsökum. En þegar ekk- ert slíkt varð, leit Wang Lung svo á, að maðurinn mundi hafa haft rétt fyrir sér og guðirnir þyrðu þess vegna ekki að refsa honum. Eftir þetta leit hann mjög upp til unga mannsins og bar mikla virðingu fyrir honum. Ungi maðurinn var klæddur síð- um kyrtli úr dökkbláu efni. Það var hvorki þykkt né mjög þunnt, en hæfði árstíðinni vel, því að þetta var í þriðja vormánuðinum. Hár hans var stuttklippt og greitt slétt aftur eins og konuhár. „Þessi maður hlýtur að vera frá Suðurfylkjunum“, tautaði Wang Lung við sjálfan sig. „Ég hefi aldrei séð neinn, er líktist honum.“ Ungi maðurinn talaði mjög hratt og augu hans hvörfluðu af einum áheyrandanum á annan. Þegar hann veitti því eftirtekt, að Wang Lung starði án afláts á hann, strauk hann yfir enni sitt með hvít- um höndum, hækkaði röddina of- urlítið og sagði: „Við Kínverjar erum fjölmennari en nokkur önnur þjóð í heiminum. Allar aðrar þjóðir ættu því að ótt- ast okkur. En í stað þess líta þær niður á okkur. Orsökin er sú, að við eigum hvorki orrustuskip né eld- vagna. En er það til að vera hreyk- inn af? Fyrr á öldum riðu lærð- ustu menn okkar á eldskýjum og drekum, sem spúðu eldi. Það, sem við gerðum þá, getum við eins gert nú. Nú er Kína lýðveldi, keisarinn er dauður, okkur eru allir vegir færir!“ Wang Lung hafði fært sig nær. Hann laut niður, greip um faldinn á kyrtli unga mannsins og spurði kurteislega: „Með leyfi að spyrja, hvað hefir þessi kyrtill kostað?“ Hann þuklaði á hinu fína, mjúka efni og tautaði fyrir munni sér: „Oh, hverskonar efni er þetta? Það er mjúkt eins og skýin. Herra, er þetta útlent efni og hvað kostaði það?“

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.