Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 4

Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 4
barn er eitt, 100 kr„ ef þau eru 2, 600 kr„ ef þau em 3 og 800 kr„ ef þau eru 4 eða fleiri. 6. Að ráðskona manns, sem cleyr af völdum sjúkdóma eða slysa eigi sama rétt til bóta og sambúðarkona hafi hún sannanlega unnið heimilinu sem húsmóðir. 7. Að aðstaða öryrkja þeirra, er aðeins njóta styrks. verði bætt með því að koma á fót vinnuheimili og vinnan sniðin fyrir þá. Þessar tillögur skýra sig sjállar. Það kom fram á fundinum, að misskiptur réttur skv. lögunum bitnar aðallega á konum og börn- um. Þó væri erfitt að fara fram á mikil auk- in fjárútlát fyrir tryggingarnar, en spara mætti útgjöld, t. d., ef greiðsla fjölskyldu- bóta miðaðist við eitthvert hámark tekna bótaþega. í sambandi við 1. liðinn skal þess getið, að í frv. því, sem nú liggur fyrir Alþingi er lagt til. að tryggingastofnunin fái heimild til að úrskurða hjónum fullan einstaklings- lífeyri, hvoru fyrir sig, ef þau eru eigi sam- vistum af heilsufarslegum ástæðum eða öðr- um ástæðum, sem tryggingaráð metur jafn- gildar. Um 5. liðinn er það að segja, að nú er lagt til í frv., að heimild verði veitt trygg- ingaráði til að greiða mæðralaun til ekkna, fráskilinna kvenna og ógiftra ntæðra, sem hafa 2 börn eða fleiri innan 16 ára á fram- færi sínu. Þessi laun ákvarðist með liliðsjón af fjárhagsástæðum móðurinnar. Mæðra- laun falla niður, ef móðirin gil tist og ef hún býr með karlmanni, þótt ógift séu. A 1. verðlagssvæði eru mæðralaun kr. 400 til móður með 2 börn, kr. 800, þegar börnin eru 3, og kr. 1200, þegar börnin eru 4 eða fleiri. Þetta eru grunnupphæðir. í almannatryggingalögunum eru ákvæði um, að einstæðar mæður og fráskildar kon- ur skuli njóta barnalífeyris með börnum sínurn þar til þau eru 16 ára, þó að konur gifti sig aftur. Hins yegar gilti .ekki sami réttur fyrir ekkju. Hún átti aðeins rétt á barnalífeyri í 3 ár eftir að hún giftist aftur. Það hefur vitanlega ekki verið ætlun lög- gjafans að gera Jressum konum lægra undir höfði en öðrum, en af einhverjum klaufa- skap hefur þó æxlazt svona til. í frv. Jrví, sem nú liggur fyrir er Jætta tekið til athug- unar, en í stað jæss að færa rétt ekkná til samræmis við rétt ógiftra mæðra og fráskil- inna, er lagt til að færa hlut hinna síðar- nefndu niður, þannig að Jrær hljóti barna- lífeyri aðeins í 3 ár eins og ekkjur. Mæðrafélagið í Reykjavík hefur skrifað Alþingi út af Jressu atriði og mótmælt Joví og Mæðrastyrksnefndin í Reykjavík hefur einnig flntt Allsherjarnefndum beggja þing- deilda mótmæli, auk Jaess sem nefndin lagði ríka áherzlu á, að ákvæðið um mæðralaun yrði ekki fellt í meðferð þingsins. Mæðrafélagið vill þó ganga nokkru lengra en frv. gerir ráð fyrir, Jr. e. að móður með eitt barn á framfæri verði einnig greidd mæðralaun. Á fundi sínum 16. janúar s.l. gerði félagið samþykkt, Jiar sem það lætur í ljósi ánægju sína yfir Jjví nýmæli að greiða einstæðum mæðrum mæðralaun. Þar sé að nokkru viðurkennd margendurtekin krafa kvennasamtakanna í landinu. „Hins vegar harmar fundurinn, að frv. gerir aðeins ráð fyrir heimild til mæðralauna og þeirra svo lágra, að sýnt er, að ekki er hægt að lifa á þeim, að barnalífeyrinum einum viðbætt- um. Fyrir því skorar fundurinn á Alþingi: 1. Að í stað heimildar í 13. gr. frv. komi: að einstæð móðir skuli eiga rétt til mæðralauna, svo fremi, að tekjur lieunar eða cignir fari ekki fram úr ákveðnu rnarki. 2. Að hækka upphæð þá, sem frumvarpið gerir ráð fyr- ir. svo að móðir, sem ekki hefur aðrar tekjur en barnalífeyrinn, geti lifað á honum að viðliattum mæðralaununum. 3. Að einstæðri móður, með eitt harn, sé annað tveggja. ætluð mæðralaun á meðan barnið er innan 7 ára, eða að bæjarfélög’unum sé gert skylt að sjá svo um, að maðurnar eigi greiðan aðgang að vöggustofum og dagheimilum, þar sem barnið nýtur öruggrar gæzlu á meðan móðirin er á vinnustað. Fundurinn álítur mjög tn'. r fariÖ, að frumvarpið gerir ráð fyrif að takmarka greiðslur barnalífeyris, ef móðirin giftist eða býr með manni, og fella þar niður rétt, sem þær eiga samkvæmt gildandi lögum. Skorar fundurinn því á Alþingi, að fella niður 10. gr. frv, en auka rétt ekknanna til 2 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.