Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 26

Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 26
Spaðadrottniiig úr spilum Guðmundar Thor- steinsson listmálara. mjög gömul — kiinglótt — spil eru ennþá til. En bæði Arabía og Egyptaland haia líka verið talin iöðurland spilanna. — í Evrópu var jarðvegurinn undirbúinn; spilafíknin geisaði á þessum öldum, en hafði fram að þessu snúizt að teningum og alls konar töfl- urn. Að vissu leyti var það ekki miklu meira en sjálf undirstaða spilanna, sem var flutt inn. Spilastokkurinn, eins og við notum hann, óx upp smátt og smátt. ,,Litina“, sem við Norðurlandabúar notum, spaða, hjarta, lauf og tigul, höfum við eins og Bretar feng- ið frá Frakklandi, en þar náðu þeir fljótt festu. Þjóðverjar höfðu lengi ýmis konar liti, en aðeins suma þeirra skylda okkar lit- um. Aftur á móti hafa ítalir allt aðra ,,lita“- röð, sverð, stafi, bikara og peninga, en ein- mitt í þessu felast atriði, sem styðja þá skoð- un að spilin hafi fyrst komið til Ítalíu. Ein- kennilegt er að bæði Norðurlandabúar og Bretar hafa fengið litarnafnið spaði úr hinu ítalska lieiti sverðlitarins, spade, þar að auki er brezka heitið á lauflitnum, clubs, þýðing á bastoni, lieiti ítalska stafalitarins. Sennilegt er að aðeins spilin frá tvisti upp í níu eða tíu hafi komið frá Austurlöndum, en hinum hafi smám saman verið bætt við. í fyrstu voru mannspilin einn kóngur og tveir marskálkar eða. riddarar, drottning- unni var síðar bætt við, og annar riddarinn hvarf. 1 lok 15. aldar var orðið mjög al- gengt á Ítalíu og Frakklandi að setja nöfn eða málshætti undir myndirnar. En myndin á hverju mannspili var ekki nenp ein, tví- myndaspilin koma ekki til sögunnar fyrr en á 19. öld. Lítum nú dálítið á mannspilin, til dæmis í Frakklandi. Lengi tíðkaðist að nota mynd- ir af hetjum úr fornsögunni, eins og Alex- ander mikla, Hektor, Júlíus Cæsar, Karla- magnús og Arthur Bretakonung, og gosarn- ir voru m. a. riddarar úr liirðum þeirra, t. d. Rollant og Olgeir danski og Lancelot. Svip- að er að segja um drottningarnar. Síðar voru notaðar myndir samtíðarkonunga og drottn- inga þeirra eða hjákvenna, og líl'ið við hirð- ina speglaðist oft í mannspilunum; búning- ar og vopn breyttust samkvæmt tízku aldar- innar. Eftir byltinguna frönsku hvarf hirð- in úr mannspilunum, en vitringar fornaldar og persónugerðar dyggðir komu um skeið í staðinn. Miklu íhaldssamari eru venjulegu brezku spilin, sem enn í dag eru nærri því alveg eins og þau voru fyrir 450 árum. Kóngurinn er talinn mynd af Hinrik konungi VIII. og drottningin mynd af móður Hinriks, Elísa- bet af York. Hún heldur venjulega á blómi, sem mun eiga að tákna hina hvítu rós York- aéttarinnar, en með hjónabandi þeirra Elísa- betar og Hinriks konungs VII. var bundinn endi á rósastríðið svonefnda (1455—85), og þessi sættargerð var þjóðinni svo mikill létt- ir, að hennar er sem sagt minnzt á þenna hátt enn þann dag í dag. Elztu heimildir um spil á Norðurlöndum eru úr reikningsbók Hans konungs og Krist- 24 MF.LKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.