Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 21
Islenzkir munir aj eldri gerö. Sama má segja karlmönnunum. Flest er Ijótt sem þeir framleiða til að selja ferða- mönnum og öðru saklausu fólki. Þó eigum við prýðilega hagleiksmenn á silfur, tré og járn, sem alltaf eru að smíða fallega gripi og fáir fá tækifæri að sjá, því sá galli er á að þeir vinna nær eingöngu eftir pöntunum einstaklinga. Listmunir þeirra prýða sjaldan búðargluggana og eru því alls ekki tiltæki- legir nema mjög kunnugu fólki, hvað þá ferðamönnum. Ekki einu sinni til myndir af þeim. Áður voru til spónasmiðir í hverri sveit. Fallega skorinn spónn er sígildur og mjög smekklegur minjagripur — og nytjagripur um leið. Spón notar fólk að vísu ekki leng- ur lil að borða með, en það má nota hann í salat, sykur og fleira. Ótal rnargt annað af gömlum munurn mætti telja, sem smiðir okkar ættu að halda tryggð við og framleiða sv<j ekki týnist niður með öllu. Spónastokk- ar, prjónastokkar og kistlar eru gagnlegir munir enn þann dag í dag. Því skyldi ekki mega geyma sillurskeiðar í spónastokk. Það þyrfti ekki annað en fóðra hann til að gera úr honum ákjósanlega hirzlu fyrir silfur- borðbúnað. Þessir stokkar þurfa ekki að vera mikið útflúraðir en verða að halda gamla laginu. Þótt margar gerðir af prjóna- hirzlum og pokum hafi verið framleiddar hér eftir erlendum fyrirtnyndum, er reynd- in sú að prjónar geymast hvergi eins vel og í prjónastokk. Elztu og einföldustu stokk- arnir á Þjóðminjasafninu eru fallegastir og fara bezt í nútíma umhverfi en eru sjaldnast hafðir til fyrirmyndar. Vindla- o<>' síearettustokkar í einföldu kistilformi væru rniklu fallegri en þessir þykku og útflúruðu sígarettukassar, sem al- gengastir eru nú hjá tréskerum. Gömlu soðningarfiitin voru svo skennntileg í laginu og geta verið mestu þarlaþing í nútíma hús- haldi, ekki endilega fyrir soðningu og flot eins og áður fyrr, heldur til dæmis fyrir brauð og smjör eða tvenns konar ávexti. Þau voru rennd úr eintrjáningi, stórt, flatt lat fyrir soðninguna (brauðið eða eplin) og bolli eða skál í miðjunni fyrir flotið (smjör- ið eða vínberin). Renndu nálhúsin úr lá- túni eða tré, ertt líka prýðilegir minjagripir. Ferðaskrifstofa ríkisins og Heimilisiðnað- arfélagið efna nú lil samkeppni um minja- gripaframleiðslu. Er fyrst og fremst átt við ódýra smáhluti tir ýmsum efniviði. Kemur þá til kasta karla og kvenna, helzt okkar beztu þjóðhaga, að titrýma þeim afkáralegu munum, sem nú er á boðstólum. Ekkert verkefni er svo lítilf jörlegt að það megi ekki fara sómasamlega úr hendi og helzt er ein- hvers árangurs að vænta ef listfengir smiðir og listamenn okkar láta svo lítið að gefa þessari samkeppni gaum. Það er tími til kominn að valin dómnefnd hafi hönd í bagga með framleiðslu sem fyrst og fremst á að vera landkynning. Danskir vcrðlaunaminjagripir /rrf iandskeppninni 1947. MELKORKA 19

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.