Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 25

Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 25
Nokkrir drættir Eftir Grethe „lieri maður á sér, þá hann spilar, hjarta, lifur og tungu úr hrafni, vel þurrkað í vindi, mun hann vinna.“ Þér ættuð að fara að þessu góða, gamla ráði þegar þér ætlið næst í spilaklúbbinn. Að minnsta kosti væri þetta fyrirferðarminna en liálfa hestshjartað sem annar leggur til að nraður beri á hálsi sér, þurrkað við sól, og þar að auki rauð- magaskjöld þurran. Að vísu eru þessi ráð miðuð við alkort eða hjónasæng eða hin gömlu spilin, og tvísýnt getur verið um gildi þeirra fyrir nýtízku spilamennsku. Hins vegar nnindi bridge og félagsvist efalaust fiafa ldotið jafn stranga dórna fyrr á tímum og spil þeirra tíða. Á 18. öld, öld píetismans, voru alls konar skemmtanir taldar til synda, og sérstaklega var „dans, spil og annar apaskapur“ talinn vanhelga hvíldardaginn. Til dæmis samdi síra Þor- steinn Pétursson, prófastur á Staðarbakka, heila bók árið 1757 á móti hvers kyns gleð- skap. Hann lrefur sarnt líklega gert sér ljóst að sér mundi varla takast að koma alveg í veg fyrir að fólk skemmti sér við spil, að minnsta kosti ræður hann til þess að fólk láti einstök spil minna sig á guðrækilegar hugsanir: ásinn — einn sannur guð; tvistur- inn — hinir tveir höfuðpartar mannsins, sál úr sögu spilanna Benediktsson og líkami; þristurinn — þrjár eru persónur guðdómsins o. s. frv. I þessu sambandi er það hálf-skringilegt að í þrem skiptum af liinum fjórum þar sent spila er getið í Is- lenzku fornbréfasafni eru það kaup á spil- um, sem Gissur biskup Einarsson gerði 1540 og 1542! En auðvitað er það tilviljun ein, sem hefur ráðið varðveizlu einmitt þessara skjala, enn fremur öll önnur öld og aldar- andi þá. Yfirleitt úir og grúir af bönnum og á- minningum þegar litið er aftur yfir sögu spilanna, en um leið l’ræða einmitt þessi bönn okkar dálítið um fyrstu framkomu og útbreiðslu spilanna í Evrópu. Þegar komið er fram í lok 14. aldar virðast sjm! orðin al- geng. 1384 bannaði bæjarráðið í Núrnberg mönnum og konum að spila um miklar fjár- upphæðir; 1397 gjörbannaði bæjarráðið í Leiden hvers kyns spilamennsku, og sanra ár var verkafólki í París m. a. bannað að sjnla á virkum dögum. Sjrilin virðast liafa komið til Ítalíu frá Austurlöndum með krossförunum eða sí- gaunum, sem leita til Evrópu einmitt um sama leyti. En hvaðan komu spilin? Elzti uppruni þeirra er óljós, en þó er víst að spil hafa verið lil mjög lengi á Indlandi, þar sem melrorka 23

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.