Melkorka - 01.10.1951, Page 16

Melkorka - 01.10.1951, Page 16
1 mynd. um hverrar þjóðar. 9. mynd er af ílölskum skáp, sem sýnir baroksstíl í sinni sterkustu mynd. Það er óhætt að segja að skrautið er ekki sparað. Því er komið fyrir alls staðar, þar sem hægt er, og kórónan á verkinu er skraut- búinn maður þeysandi á gæðingi. Sú hefur ekki verið öfundsverð, sem Iiefur þurft að jmrrka af þessum skart- grip. Eftirtektarverð er sú breyting, sem verður á stjórnar- tímabili Lúðvíks 14. Frakkakonungs (1643—1715). Hús- gögn og innanhússskreytingar verða léttari og ákveðn- ari í alhi byggingu og mótun. Valdastéttirnar gera kröfu til hentugri og þægilegri húsgagna, og þar verður kommóðan eftirtektarverðasta nýsköpunin. Með kröfun- um um hentugri og þægilegri húsgögn tekur öll bólstr- unarvinna gífurlegum framförum, og þar er eiginlega upphafið á bólstruðu húsgögnunum, sem við þekkjum í dag. Sú breyting, sem varð á stjórnartíma Lúðvíks 14., hélt áfrarn eftir dauða hans. A stjórnartíð Filippusar af Orlean (1715—1723) náði hinn svokallaði „regencestíll" hámarki sínu. Um 1730 hófst ]>að tímabil í sögu húsgagnanna, sem nefnt er rokoko. Það tímabil hefur ákaflega mikla þýð- ingu fyrir húsgögnin núna. Ekki svo að skilja að maður eigi að stæla rokokohúsgögnin. Það sem einkenndi ro- kokotímabilið var hversu sjálfstætt var unnið að hverj- um hlut og reynt að ná sem beztri og hentugastri lausn. með það fyrir augum, að hvert einstakt stykki væri sniðið eftir því til hvers átti að nota jtað. Eitt einkenni rokokostílsins er, að þeir, sem sköpuðu verkin, leituð- ust við að brjóta allar línur, forðast alla slétta fleti og rétt horn. Á 10. mynd er gott dæmi um franska setu frá rokokotímabilinu, þar setn leitast er við að gera stólinn sem þægilegastan og meðfærilegastan. Hann má nota í einu lagi, sem hvíldarstól eða í þrennu lagi sem sæti fyrir fleiri. Fagmenn eru mjög ósammála um gildi ro- kokotímabilsins. Eg fyrir mitt leyti álít, að þangað sé margt að sækja fyrir nútímann. Þá á ég ekki við að taka upp rokokohúsgögnin óbreytt, heldur grttnnmynd þeirra, notagildi og þá vinnuaðferð að h'ta á hvert ein- stakt húsgagn sem sjálfstæðan hlut, þ. e. að smíða ekki í settum, sem því miður er svo algengt fyrir smekk al- mennings nú á tímuin. Annað einkenni rokokohúsgagn- anna var hversu húsgagnasmiðurinn náði mikilli kunn- áttu í spónlagningu. Hann notaði alls konar dýrindis viðartegundir, rósavið, fjólu. íbenholt o. m. fl. Þær voru lagðar saman í geometrískum mynstrum og blómamó- tívum, með allavega ótrúlegum hagleik. Áferð húsgagn- anna tók líka miklum frámförum. Á þessu tímabili jókst sambandið við Austur-Asíu og einkum Kínverjar stóðu hátt í listiðnaði; þeir voru sérfræðingar í lökkum og póleringum. Evrópumenn voru ekki seinir á sér að notfæra sér þekkingu Kínverjanna á þessu sviði, og náðu einkum Frakkar mikilli leikni í þeirri grein. Ro- kokostíllinn breiddist líka út um Evróþu, en náði aldrei jreim finleika, sem einkenndi franska rokokoinn. Eina Jrjóðin, sein ekki tileinkaði sér rokokostílinn almennt, voru Englendingar. Enski húsgagnaiðnaðurinn á 18. öld fór sínar leiðir. Þó að maður geti talað um áhrif frá rokokostílnum, voru Englendingar mjög sjálfstæðir x stíl. Frá þessu tímbili má nefna Queen Anne stílinn, sem er kenndur við Önnu drottningu (1702—1714). Mynd nr. 11 er gott dæmi um Queen Anne st/linn. Smíðaviðurinn á þessum tíma var aðallega hnota. í byrjun 18. aldar kemur áður óþekktur viður fram á sjónarsviðið — mahogny, sem varð fljótlega sá viður, sem mest var notaður. Um svipað leyti kemur húsgagna- meistarinn Chippendale til sögunnar (1718—1779). Við hann er kennt það tímabil, sem hefur liaft mesta ]jvð- ingu fyrir húsgagnaframleiðslu á Norðurlöndum. Mörg Jjatt húsgögn, sem voru smxðttð á þessu tímabili, eru fullkomlega nothæf á nútímaheimili, bæði hvað nota- gildi og mótun viðvíkur. Á 12. mynd má sjá horn úr enskri stofu. Maður finnur strax að notagildi húsgagn- anna er fyrir hendi. Húsgögnin eru rnjög einföld í bygg- ingu; maður freistast til að kalla þau funktionalistísk. Á 11. mynd er enskt skrifhorð, smíðað um 1750. Mun- urinn á Jressu borði og nútíma skrifborði er enginn. Þrátt fyrir að húsgögn frá þessum tíma eru tekin til fyrirmyndar nú á tímum var þá framleitt margt, sem var fram úr hófi smekklaust. Og svo einkennilega vill til, að Thomas Chippendale var frumkvöðull margra þeirra. Það gætir sérstaklega áhrifa frá Kína, sem af- bökuðust í með- ferð hans. Meðan Bretar fóru sínar leiðir, var rokokoinn í al- gleymingi á meg- inlandinu. Við konungshirðina frönsku var íburð- urinn á öllum sviðum orðinn mjög áberandi. það var í rauninni þessi íburður og 6. mynd. 42 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.