Melkorka - 01.05.1955, Page 7

Melkorka - 01.05.1955, Page 7
/ N Hötundur þessarar greinar, Rannveig Tómas- dóttir, er þjóðkunn af útvarpsþáttum sínum um ferðalög meðal framandi þjóða og í fyrrahaust kom út bók eftir hana: Fjarlœg lönd og framandi þjóðir. En Rannveig hefur ekki einungis ferðazt um fjarlæg lönd heldur lagt land undir fót hér heima, ferðast um fjöll og öræfi, og munu fáir kunnugri íslandi en hún. \_________________________________________/ í tilbreytingaríku hrauni, þöktu mosa, sem er eins og grá, mjúk flauelsábreiða, en pur- puralitir gígbarmanna gægjast upp úr hér og þar. Þar er og Skálavatn með víðivöxnum bökkum, en á nesjum og töngum hlær eyrar- rósin á móti sólinni, en burnirótin kúrir í hraundröngum sem teygja sig út í vatnið, þar sem silunginn tekur uppi og himbrim- inn syngur. — Hafið þér riðið til Landmannalauga? Þar er eitthvað fyrir augað, ljós líparítfjöll, græn fjöll, blá fjöll, fjöll með öllum regn- bogans litum, þar er gljásvart hrafntinnu- hraun, grænar safamiklar grasbreiður með tærum lækjum og sjóðlieitum laugum. Þar er og Jökulgilið, en um það verður vart far- ið nema á hestum vegna Jökulkvíslarinnar sem um það Itlykkjast. Hvað sjáum við svo í þessu gili? Hver getur lýst því? Við sjáum sem sagt allt það sem við trúum ekki lengur á, \áð sjáum öll tröllin úr tröllasögunum sem við Iieyrðum er við vorum lítil, við sjá um og alla álfana úr álfasögunum, undradís- ir og furðuhallir, allt í leikandi litum og dularfullum skuggum. Við sjáum svo margt sem enginn kann að telja. — Hafið þér dvalið efst á Arnarvatnshæð- um, þar sem Jónas sagði: „Á eiigum stað eg uni eins vel og þessum mcr; ískaldur Eiriksjökull veit allt, sem talað er hér." — Hafið þér staðið í fjörunni undir vold- ugum hamrahöllum Hornbjargs og séð mið- nætursólina roða öldur hins nyrzta hafs, en þær falla upp að þessum hrikalegu strönd- um sem mennirnir hafa flúið, en fuglinn ríkir nú einn? — Hafið þér sunnan af svörtum söndum litið upp til konungs allra íslenzkra fjalla, Öræfajökuls, þar sem hann rís í allri sinni tign yfir hið volduga, hvíta ríki Vatnajök- uls? — Hafið þér komið í völundarhöllu þá er Kerlingarfjöll nefnast, þar sem allir litir regnbogans liafa mælt sér mót og frost og funi heyja sína eilífðarbaráttu? En af þeim fjöllum mun talið vera einna víðsýnast á landi hér, því þaðan má sjá þvert yfir landið. Eii það sem við sjáum af fjalla- og jökla- tindum ætla ég ekki að reyna að binda í orð. Eg ætla aðeins að endurtaka það sem Píus páfi XI. segir í ágætri bók er liann skrifaði um fjallgöngur, en liann var á sínurn tíma einn þekktasti fjallgöngumaður álfunnar og kleif meðal annars Mont Rosa fyrstur manna árið 1889. Um það er hann og félagar hans stóðu á tindinum segir liann svo: ,,Ég ætla ekki að eyða einu einasta orði til að lýsa tilfinningum okkar og því sem við sáum. Minningin um sb'k augnablik talar til hins útvalda sem þess hefir notið með óþrjótandi mælsku, þar sem aftur á móti engin orð gætu nægt eða jafnvel verið skiljanleg öðrum en þeim sem notið hafa.“ Þau orð vildi ég gera að mínum. Svo að lokum þetta: Er þér þreytið göngu- og fjallferðir, þá hafið í Iiuga einkunnarorð ítalska Alpafélagsins, en þau hljóða svo: ,,Sá sem gengur liægt gengur vel, sá sem gengur vel kemst langt.“ Góða ferð! MEEKORKA 39

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.