Melkorka - 01.05.1955, Side 25

Melkorka - 01.05.1955, Side 25
verki sínu og sagði: „Hvað er að heyra þetta, stúlka mín, ertu orðin verri en köttur? Katt- argreyið er þó altént að drepa sér til matar.“ Svo brosti mamma hennar góðlátlega og mátti ekki vera aðþví að sinna henni. „Hvers vegna ertu ekki úti að leika þér í góða veðr- inu, barnið mitt?“ Telpunóran flæktist um allan daginn. Það var órói í henni og henni fannst ekki gaman að neinu. Loks kom háttatími og pabbi hennar settist á rúmstokkinn lijá henni og byrjaði að fara með kvöldbænirnar hennar: „Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt,“ en telpan tók ekki undir. Hún kúrði sig und- ir sængina og sagði ekki neitt. „Hvað er þetta, stelpunóran mín, ertu svona syfjuð?" Svo breiddi liann betur ofan á hana, klapp- aði á kollinn á henni og bauð góða nótt. Svo dró hann niður i lampanum og fór. Ljósið var aðeins blátýra, sem hoppaði eftir kveikn- um, og loks dó það alveg. Telpan var ein í myrkrinu. Hún hnipraði sig undir sænginni og byrjaði að muldra í hálfum hljóðum: „Láttu nú ljósið þitt.“ En hún gat það ekki. Það var stór kökkur í háls- inum á henni, svo hún gat ekki talað. Hún vissi ekki fyllilega af hverju, en allt í einu var eins og eitthvað losnaði í sál hennar. Hún greip báðum liöndum um koddann og grúfði andlitið ofan í hann. Það fór skerandi sárs- aukatilfinning um hana og með niðurbæld- um ekka fór hún að biðja með eigin orðum: „Guð, guð minn — fyrirgefðu mér — ég drap . . .“ PlenUmihjaH ttolal L.L ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 Prentar allt sem yður vantar af prentuðu máli íljótt . Vel Öiíjú SÍMAR: 6844 OG 7059 EFTIR KL. 7 MELKORKA 67

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.