Melkorka - 01.03.1961, Qupperneq 19
var krakki, var mér oft skipað að þt'gja, og enn kem-
ur það fyrir, að ég fæ ekki að tala út. Ég vildi að ég
væri prestur og mætti standa frammi fyrir söfnuðin-
um og tala og tala. Ég skyldi segja magnaðar sögur
um allar vistarverur himinsins, jafnóðum og mér
dyttu þær í hug. Ég mundi ekki hafa nein blöð til að
gægjast á. Ég gæti búið til margar biblíur, ef ég vildi.
LAUGA: Það yrðu víst bærilegar biblíur.
BJARNI: Þú hæðist að mér. Þér finnst ég heimskur, og
þér finnst ég skrítinn.-----Þú hefur falleg augu.
Hvað mundirðu gera, ef tveir menn bæðu þín og ég
væri annar?
LAUGA: Ég sagði ekki, að þú værir heimskur.
BJARNI: Hvað mundirðu gera, ef tveir menn bæðu
þín og ég væri annar?
LAUGA: Það færi eftir því, hvernig hinn væri.
BJARNI: Hann yrði ekkert likur mér.
LAUGA: Ég veit ekki, hvernig þú verður með aldrin-
um.
BJARNI: Ég hugsa, að ég verði höfðinglegt gamal-
menni. Hann Arnór gamli á Strönd steig óvart með
aðra löppina út í fjóshauginn í gær og hafði sig ekki
upp úr aftur. Honum varð mannhjálp. Menn verða
ekki fimari en þetta af niðursetningsfæði hjá honum
Hannesi. Mér dettur ekki í hug að verða hjá honum
fram að sjötugu, ef þessi haugur verður hafður þarna
á almannafæri.
LAUGA: En langar þig ekki til að verða stórbóndi
sjálfur?
BJARNI: Það getur vel verið, að ég verði stórbóndi.
Það getur vel verið, að ég finni fjársjóð í jörð eða
einhver nirfill arfleiði mig í ógáti. Viltu eiga mig, ef
ég verð stórbóndi?
LAUGA: Þú verður það ekki. Ég sé það á þér.
BJARNI: En hvað gerir það? Ég hef merkilegri sál en
allir sauðirnir hans Hannesar samanlagt, og það jtó
að kvarnirnar úr eigandanum væru lagðar á vogina
með. Einu sinni reyndi ég þó að komast af sálarlaus,
eins og Hannes. Við vorum á sjó, og ég var að hugsa
um, að bezt mundi borga sig að hafa cnga sál, svo að
ég hóstaði upp sálinni, til þess að binda endi á þetta
hugarstríð. Ég varð léttur eins og fis og vissi ekki, að
ég væri neitt merkilegri en Hannes. Og þá sagði ég
við Hannes: „Þú ert mesti bóndinn hér í sveitinni, og
ekki skal standa á mér að draga hnísuna, sem rak á
Höfðafjöruna í dag yfir landamerkin til þín, eins og
jtú haðsl mig i morgun."
„Það er nú jrér sjálfum fyrir beztu, Bjarnatetur,"
sagði Hannes. „Það hækkar í askinum þínum, áður
en lýkur, ef J>ú vinnur mér gagn."
Svo kippti ég hvalnum með honuum yfir landa-
nterkin um kvöldið.
LAUGA: Æ, gerðirðu það?
BJARNI: Við sváfum af um nóttina, ncnia hvað, ég
skrapp til Himnaríkis. Himnafaðirinn var alúðin
sjálf, eins og vant er. Hann spurði mig: „Hvað var
hvalurinn langur, Bjarni minn?"
„Réttar þrjár álnir," svaraði ég. Þá yrti hann á
engil, sem gekk framhjá: „Ristu handa honum
Bjarna þriggja álna lengju af sómatilfinningu. Þetta
lítilræði, sem ég nesta menn með, er fljótt að fara, og
ekki tognar úr því í nteðförunum."
Þegar við Hannes gengum til sjávar daginn eftir,
sagði Hannes: „Þú þarft ekki að muna það, Bjarni,
að hún Halla gamla arfleiddi kirkjuna að jarðarskik-
anum sínuin, enda var hún clliær."
LAUGA: Hverju svaraðirðu?
BJARNI: Engu. Ég var undarlega innantómur, og
Guðs græn náttúran hafði ekki meiri áhrif á mig en
horbjór. Ég átti engin orð framar.
Þegar við vorum komnir út á mið, sá ég eitthvað
hnöttótt mara í sjónum. Þetta var þá sálin min. Fcg-
inn var ég, að fiskarnir skyldu ekki hafa rifið hana í
sig. Ég seildist til hennar og gleypti hana. Þá hurfu
þessi ónot, sem lagzt höfðu að öllum inínum skiln-
ingarvitum. Og ég sagði við Hannes: „Ég man vei, að
kerlingin gaf kirkjunni kotið, og ef hvalurinn væri
ekki kominn ofan í pott núna, mundi ég koma hon-
um aftur yfir landamerkin."
Síðan kunnum við Hannes skil hvor á öðrum.
LAUGA: Þú ert svo einkennilegur. Hverjir eru for-
eldrar þínir?
BJARNI: Móðir mín heitir Þóra, en faðir minn hét
Jón, meðan hann hét og var. Hann dó áður en ég
fæddist. Hann var alltaf að smádeyja. Og seinast held
ég, að hann hafi dáið úr kulda. Það er ónotanæðing-
ur í veröldinni. Þar vanta ekki vindaugun, og allar
glufur eru áveðurs. Ef menn taka sig einhverntíma
til og dytta í |>ann grefils hjall, verð ég einn þeirra,
sem fer á kreik með nokkra torfusnepla.
LAUGA: Nú er ég alveg búin að gleyrna því, hvað ég
var í illu skapi áðan.
IIJARNI: Sá, sem ekki hefur skap til þess að hlæja að
illkvittni heimsins, verður annað hvort að aumingja
eða harðstjóra. Verði veröldin einhverntfma lagfærð
svolítið, er ég viss um, að það verða kátir og skraf-
hreifnir menn, sem taka sér fram um það sér til
skemmtunar.
LAUGA: Hefurðu nokkuð frétt um það, hvenær kátu
og skrafhreifnu mennirnir byrji á þessu verki?
BJARNI: Þegar nógu margir eru hættir að horfa á okk-
ur hálfvelgjubrosi, eins og þú núna. Hvað er það,
sem þú væntir þér af lífinu?
Farðu til kirkju á sunnudaginn. Þangað kem ég,
búinn mínu bezta skarti.
MELKORKA
19