Valsblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 3
Jola
hugleiðing
Þegar sjálft Faðir-vorið, hin Drottin-
lega bæn, er undanskilin, þá er
efamál, hvort nokkur kafli Heilagrar
ritningar sé oftar lesinn eða hafður
yfir, en þessi kafli um fæðingu Jesú.
Og það er síst að undra því að hann
er að sjálfsögðu ein af dýrmætustu
perlum heimsbókmenntanna að frá-
sagnarsnilld og fegurð, auk þess sem
hann hefir að geyma frásöguna um
vinsælasta kraftaverkið í veröldinni og
því sem fært hefur henni mesfo
blessun.
Eg minnist þess löngum, er ég ungur
drengur heyrði þessi orð, hve mikil
áhrif þau höfðu á mig og með hve
miklum innileik þau voru oft fyrir mig
lesin. Og í því sambandi vil ég benda
foreldrum á, hve mikilvægt það er í
uppeldi barnsins, að leyfa því ungu að
kynnast þessum orðum og öðrum
slíkum í Biblíunni, helst af munni föður
eða móður og eignast nábýli við þau í
hjarta sínu með bæn. Og ef til vill skil-
ja börnin jólaguðspjallið best og barn-
shjartað með sínu trúnaðartrausti
tekur best á móti því og tekur boðskap
þess bókstaflega. Þarna er skráset-
ningin, sem Agústus keisari boðaði til,
sá voldugi maður. Þarna eru Jósef og
María komin um langan veg til borgar
ættföðurins og þarna eru fjárhirðarnir
með féið úti í haga í náttmyrkrinu og
þarna kemur hin Ijómandi dýrð Drott-
ins og allt verður skínandi bjart. Og
þarna er engillinn, sem róar hina
hræddu fjárhirða og sveitir engla sem
syngja Guði dýrð!
Já, allt er þarna hvað á sínum stað,
allt svo unaðslega fagurt, yfirnáttúru-
legt en þó svo undur eðlilegt, þar sem
kærleiki Guðs ræður og fær að njóta
sín.
Hvernig á svo að líta þetta jólaundur,
þetta kraftaverk, sem sagt er frá í jóla-
guðspjallinu öðruvísi en bókstaflega?
Og það er einmitt þannig, sem kristn-
ar kynslóðir hafa á það litið öld fram
af öld, sem dásamlegasta veruleikann
í heiminum, að Guð gerðist maður og
bjó hjá oss.
En ef við tökum að hugleiða krafta-
verkið í jólaguðspjallinu með hugar-
fari efasemdamannsins gæti svo farið,
að englasöngurinn yrði aðeins þrumu-
hvina og hin himneska birta eldinga-
leiftur eða stjörnuhrap um nótt. Eða
höfum við leyfi til að gera jólaguð-
Séra Ragnar Fjalar Lórusson
spjallið að helgisögu horfinna alda?
Og hvað er þá eftir af kristnidómnum
ef slíkt er gert og undrinu, kraftaverk-
inu neitað? Kraftaverk er það kallað,
þegar Guðs hönd grípur á óvæntan
hátt inn í lögmál efnisheimsins, og
raunverulega er það miklu oftar en við
höfum hugmynd um, og fjölmennur er
só hópur, sem sagt getur frá slíku úr lífi
sínu. En efasemdarmaðurinn kallar
þetta tilviljun. Eg ætla að rifja upp hér
frásögn manns sem segir frá atburði
úr eigin lífi: "Þegar ég var ungur var ég
næturvörður í lyfjabúð. Þetta var fyrir
daga tækninnar, símans og nákvæm-
rar skráningar. Eitt sinn geisaði smit-
andi veiki og mjög mikið þurfti ad
afgreiða af lyfjum og annir voru því
miklar. Nótt eina hafði ég verið
vakinn þrisvar til lyfjaafgreiðslu. Og
þegar ég var nýsofnaður í fjórða sinn
er enn hringt og þá stendur ungur
drengur við dyrnar, sendur til að
sækja lyf fyrir móður sína fárveika. Eg
flýtti mér á fætur og afgreiddi dreng-
inn. Síðan dvaldist mér frammi nokkra
stund, en þegar ég kom aftur inn í
lyfjageymsluna sá ég mér til mikillar
skelfingar að ég hafði ekki afgreitt rétt
lyf, heldur tekið banvænt eitur í stað
lyfsins sem átti að hjálpa hinni sjúku
konu. Eg hrópaði upp yfir mig í ör-
væntingu minni, hvað hefi ég gertl Eg
get ekki náð í drenginn, veit ekki hvar
þau eiga heima góði Guð hjálpaðu
mér. Eg féll á kné og bað til Guðs af
öllu hjarta. Lát kraftverkið gerast.
Komdu í veg fyrir það, að ég verði
valdur að því að konan deyi. Og
ennþá leið stund, löng stund að mér
fannst, stund innilegrar bænar. En þá
var dyrabjöllunni hringt í fimmta sinn
þessa nótt. Og þegar ég opnaði stóð
þar sami drengurinn nú grátandi og
titrandi af ótta: „Fyrirgefið mér," sagði
hann, „ég hrasaði og datt á götunni,
missti glasið og það brotnaði ..."
Þið getið rétt ímyndað ykkur hvaða til-
finningar gagntóku hjarta mitt", sagði
lyfjafræðingurinn, “þessa nótt varð
stefnubreyting í lífi mínu”.
Var þetta tilviljun eða kraftaverk?
Biðjum Guð, að kraftaverkið megi
gerast í hjörtum okkar, að sú trú mætti
festa rætur í hjörtum okkar, að Guð
hafi sent son sinn eingetinn til þess að
vera frelsari okkar og bróðir, og að
máttur trúar og bænar sé óendanlega
mikill.
Eg bið félaginu ykkar blessunar Guðs,
að það megi vaxa og dafna í fram-
tíðinni og verða ungu fólki til þroska
og gæfu.
Gleðileg jól.
3 Valsblaðið