Valsblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 7
Jón Pétur, Stebbi Gunn, Óli Ben og fleiri "Mulningsvélarmenn" fagna sigri
með stæl.
félagsskapinn og tel að upphaflega
tilganginum með stofnun Mulnings-
vélarinnar hafi verið náð. Ekki sakar
að menn eiga peninga í sjóði. Hluti
arðsins er notaður til árlegra ferða-
laga. Jafnframt gera fjárráðin tækifæri
til að hlaupa undir bagga ef eitthvað
fer úrskeiðis hjá félögunum eða
öðrum, sem þarf að hjálpa tíma-
bundið.
Ungir Valsmenn og konur! Er ekki
umhugsunarvert að fylgja fordæmi
félaganna í Mulningsvélinni þegar
keppnisferlinum lýkur?
Með Valskveðju
Undirritaður var beðinn að gera stutt-
lega grein fyrir fyrirbæri, sem gengur
undir nafninu Mulningsvélin. A sjö-
unda og áttunda áratug þessarar
aldar átti Valur mjög gott handknat-
tleikslið, sem kannski lagði grunninn
að þeirri sigurgöngu, sem hefur staðið
nær óslitið síðan. Onnur félög hafa að
sjálfsögðu þvælst aðeins fyrir okkur
Valsmönnum tímabundið undanfarna
áratugi en sjaldan svo að við kæmum
ekki aftur á toppinn. Nóg af grobbinu!
Vörn þessa gamla liðs fékk nafnið
Stebbi Gunn hampar einum af mörg-
um bikurum sem "Mulningsvélin"
vann.
Mulningsvélin hjá fjölmiðlum, væntan-
lega vegna þess hve hún var vel mön-
nuð og sterk. Það lá því beint við
þegar gömlu félagarnir stofnuðu með
sér félagsskap í apríl 1985 að kalla
hann Mulningsvélina. Tilgangur fél-
agsins var fyrst og fremst sá að
tryggja það, að félagarnir héldu
hópinn þótt keppnisferlinum væri
lokið. Æ síðan hafa félagarnir 16 lagt
mánaðarlega í sjóð og hist reglulega,
aðallega til að viðhalda vináttunni,
sem nú spannar 3 áratugi hjá flestum.
Þegar handboltanum sleppti smituðust
allir félagarnir af golfi. Nú er golfið
það sem tengir alla sterkum böndum.
Við leikum golf einu sinni í viku allt
sumarið og er það liður í golfmóti,
sem spannar allt sumarið. Ég efast um
að nokkur 16 manna hópur keppi
meira innbyrðis en Mulningsvélin
gerir. Allir eru keppnismenn af ástríðu
og fá því útrás eins og á árum áður
fyrír keppnisskapið. Eiginkonur félag-
anna eru nú virkir þátttakendur, en
eðli málsins samkvæmt voru þær
mikið útundan í gamla daga. Golf-
ferðir bæði erlendis og hérlendis hafa
því styrkt vináttuböndin enn frekar eftir
því sem árin hafa liðið. Eg fullyrði að
allir félagarnir eru ánægðir með
Bergur Guðnason
Meðlimir hinnar
frægu
Mulningsvélar
Ágúst Ögmundsson
Bergur Guðnason
Bjarni Jónsson
Einar Einarsson
Geirarður Geirarðsson
Gísli Blöndal
Guðmundur Frímannsson
Gunnsteinn Skúlason
Hilmar Björnsson
Jón Ágústsson
Jón H. Karlsson
Jón Pétur Jónsson
Jón Breiðfjörð Ólafsson
Ólafur H. Jónsson
Stefán B. Gunnarsson
Þórður B. Sigurðsson
7 Valsblaðið