Valsblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 36
Meðan á þessu stóð, hafði ég stofnað
annað fótboltafélag innan K.F.U.M.
og hét það "Hvatur", í höfuðið á
göngufélaginu litla, sem fann "Hvats-
helli". - Þeir lögðu og sitt lið fram til
jbess að ryðja leiksvæðið. Sömuleiðis
komu nokkrir úr Aðaldeild K.F.U.M.
og lögðu oss lið, sér í lagi á laugar-
dagskvöldum; var þar áhugasamastur
að hjálpa oss Guðmundur klæðskeri
Bjarnason og munaði ekki lítið um
hann, sömuleiðis kom Sigurbjörn
Þorkelsson, sem þá vann í pakkhúsinu
í Edinborg. Þá ber og að minnast á
einn utanfélagsmann. Það var Hjalti
Sigurðsson, bróðir Ásgeirs konsúls
Sigurðssonar. Hjalti gekk eitt kvöld
fram hjá og nam staðar og horfði á
um stund, svo gekk hann til mín að
grennslast eftir, hvaða flokkur þetta
væri, því að þeir ynnu svo bráðvel og
með svo miklum áhuga. Eg gaf
honum allar upplýsingar, og næsta
kvöld kom hann með skóflu og ruddist
um fast. Þannig var unnið allan
júnímánuð nema kvöldið 1 7. júní, því
þá var hátíð Jóns Sigurðssonar og
hefði verið ósæmilegt að vinna þá.
Daginn eftir var yngstu deildinni gefið
sumarfrí, enda voru þá fundir orðnir
fásóttir, því svo margir af drengjunum
voru komnir í sveit.
Vér höfðum þennan
sunnudag síðasta
fundinn og gengum
í skrúðgöngu að
heiman suður í kirk-
jugarð og enduðum
fundinn við gröf
Jóns Sigurðssonar.
Um kvöldið var al-
menn samkoma í
K.F.U.M., ocj mættu
sára fáir. Ég hafði
búið mig undir ræðu um Jón
Sigurðsson og hélt hana, en fékk
snuprur á eftir fyrir að hafa “spander-
acf" svo góðri ræðu á svo fáa, en ég
hélt því fram, að einmitt þessir fáu
hefðu átt skilið að fá það besta, sem
ég hefði getað gefið. Svo var seinna
s/coroð á mig að birta þessa ræðu í
blaði. Hún kom út, að mig minnir í
"Þjóðólfi" fyrst, og svo í eitthvað
tveimur blöðum. Upp frá því varð Jón
Jensson mér mjög góður og kynntist
ég honum persónulega nokkuð.
Nú er að hverfa aftur að vinnunni. Það
var eitt laugardagskvöld snemma í
júlí, að vér vorum að vinna og vorum
nær 40. Rétt fyrir lágnætti hjólaði ég
heim og setti upp stóran pott og bjó til
kaffi í tvær fötur og náði mér í hjálpar-
menn, er fluttu bolla og sykur ásamt
kaffinu suður á mela. Var þessu tekið
með fögnuði. Menn hvíldu sig meðan
þeir drukku kaffið og svo átti að vinna
einn klukkutíma þar á eftir. Ég fór
heim með áhöldin og nennti ekki
suðureftir aftur. Ég sat svo og var að
bíða eftir að nokkrir starfsmanna
kæmu heim með verkfæri, er geymd
voru í K.F.U.M. Ég sat við borðið; í
mér var nokkurs konar unaðsþreyta,
ásamt mikilli gleði. Stöðugt söng í mér
þetta erindi:
Veit þá engi að eyjan hvíta
Á sér enn vor, ef fólkið þorir
Guði að treysta, hlekki að hrista,
Hlýða réttu, góðs að bíða o.s.frv.
Ég vissi ekki til, fyrr en ég hafði blýant
í hendinni og blað Iá fyrir framan mig.
Ég fór að reyna að yrkja undir þessum
bragarhætti, eitthvað út í bláinn. Ég
skrifaði:
Nú vil ég laga sanna sögu,
Setja í stíl og engu skýla
og svo eitthvað áfram, sem ég man
ekki, en það varð um þetta, sem pilt-
arnir höfðu fyrir stafni, en það var eins
og hendingarnar knýðu mig inn á
vissa braut; allt af skothending í fyrra
vísuorði og aðalhending í hinu síðara;
en hendingarnar vildu allt af standa í
miðju vísuorðinu, en ekki ýmist í fyrsta
orði eða í miðju, eins og í Liljulaginu.
Ég vissi ekki hvort þetta var rétt, og
þegar svo erindin voru búin, þá fletti
ég upp í háttatali og fann, að í hryn-
hendu mátti þetta vera svo, en þá héti
hátturinn "hrynhendur tröllaháttur".
Svo hélt ég áfram. Það var fyrst
klukkan þrjú, að piltarnir komu og
hafði ég þá ort fjögur erindi; en án
þess að nokkur sérstakt “plan" væri í
þeim. Svo fór ég að sofa, en um
morguninn vaknaði ég með þeirri
hugmynd, að halda áfram og yrkja
drápu um knattspyrnu og sumarstarfið
yfirleitt. Ég hugsaði mér kvæðið í 10
þáttum og 10 erindi í hverjum þætti og
öll í þessum hætti. Svo hélt ég -áfram
með það í hjáverkum og
hafði mikla unun af.
I júlí var völlurinn kominn
það áleiðis, að hægt var að
hafa æfingar meðfram vin-
nunni. Einn sunnudag í
miðjum júlí fóru bæði félög-
in, Valur og Hvatur,
skemmtiför, og var Guð-
mundur Bjarnason með í
förinni. Henni var heitið
upp á Hamrahlíð. Ég hafði
fimmtudaginn áður hjólað upp að
Lágafelli og gengið þaðan upp á
Hamrahlíð, að svipast þar eftir leik-
völlum og öðrum skemtunartækjum.
Mér þótt útsýnið svo að óvíða hef ég
séð fegurra. Þar uppi var fjöldi af
spóum. Ég tók upp flautu, sem ég
hafði í vasanum og blés í hana og tók
eftir því, að spóarnir þögnuðu á
meðan og fóru svo að vella í ákafa.
Ég hélt svo áfram með millibilum, og
fór það á sömu leið. Spóunum fjölgaði
í kringum mig og þeir fylgdu mér,
seinast eitthvað 11 eða 12. Þegar ég
svo hafði rannsakað og fundið, að
það yrði mjög skemmtilegt að fara
Valsblaðið 36