Valsblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 20

Valsblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 20
Ekki sáttur við gengið rveVör Segir Bergur Már Emilsson í viðtali við Þorlák Árnason Bergur Már Emilsson körfuboltamaður hjá Val er einn af mörgum leikmön- num í meistaraflokki sem er alinn upp hjá félaginu. Bergur Már á að baki 27 leiki með yngri landsliðum Islands auk 5 leikja með 21 árs landsliðinu. Bergur hefur í geg- num tíðina unnið ótrúlega gott starf fyrir félagið bæði sem þjálfari og ein- nig sem leiðbeinandi í Sumarbúðum í Borg. Valur komst aftur upp í Urvalsdeildina síðastliðið vor og sér- fræðingarnir telja að liðið verði í fall- baráttu í vetur. En við skulum athuga hvað Bergur hafði að segja: Hvað finnst þér um gengi liðsins I vetur? Eg er ekki sátturvið gengi liðsins, tveir sigurleikir í átta leikjum er ekki viðu- nandi en þó hefur liðið verið á uppleið í síðustu leikjum. Við höfum átt í fulli tré við hin liðin en tapað mör- gum leik/um í seinni hálfleik eða á síðustu mínútum leiksins. Hvað um Berg Emils- son sem leikmann, ertu ánægður með eigin frammistöðu? Nei, ég er ekki sáttur við eigin frammistöðu en þó finnst mér ég vera á uppleið eins og liðið allt. Hins vegar finnst mér ég geta gert betur og ég ætla mér að gera betur í vetur. Nú ertu búinn að spila fjölda lands- leikja en hvað með A-landsliðið, áttu möguleika á að komast í það á næstu árum? Já, ég ætla að vona það en aðaltak- markið er spila sem best fyrir félagið og síðan koma önnur markmið. Það er nú einu sinni þannig að ef þú spilar vel með félagsliði átt þú möguleika að komast í landsliðið. Á Valsliðið möguleika á að komast í úrslitakeppnina? Að mínu mati er raunhæft markmið að stefna að því að komast í úrslitakepp- nina. I dag erum við í 10. sæti en ég tel að liðin í 7.-9. sæti séu svipuð að styrkleika og Valsliðið. Hvað með framtíð körfuknattleiks- deildar Vals? Framtíðin er nokkuð björt, það eru margir efnilegir strákar í yngri flokk- unum og þjálfarar deildarinnar eru m' Bergur einbeittur á svip á æfingu í Valsheimilinu. m/'ög góðir. Hins vegar hefur gengið mjög illa að fá fólk í stjórn deildar- innar auk þess sem foreldrastarfið hefur verið dapurt. Það vantar alveg kjarna af fólki sem hefur verið í körfu- bolta og hefur reynslu af stjórnar- störfum og vinnu í íþróttafélögum.. En hvað getum við gert? Það þarf að virkja foreldra til starfa auk þess sem við verðum að halda áfram að ráða góða þjálfara til starfa. Einnig verðum við að fá öfluga stjórn sem er tilbúin að leggja mikla vinnu á sig því án vinnu næst enginn árangur. Bergur og Reynir Vignir formaður Vals, ásamt framtíðarleikmönnum sem Bergur þjálfaði, við vígslu á endurnýjaðri búningsaðstöðu í gamla íþróttahúsinu. Valsblaðið 20

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.