Valsblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 40
Elsku
drengwrinn!!
Lolli áttræður!
Almennt er talið að kötturinn hafi níu
líf og svo verður líklega raunin með
,,kött" okkar Valsmanna, Ellert Sölva-
son, sem varð áttræður á dögunum.
Lolla hefur verið sárt saknað að
Hlíðarenda síðustu árin en þótt honum
falli best að leika sóló um þessar
mundir er hugur hans ávallt hjá
Valsmönnum. Engum dylst að Lolli er
einn leiknasti knattspyrnumaður sem
Island hefur alið en hann varð
margsinnis Islandsmeistari með Val og
lék með fyrsta úrvalsliði Islands í
knattspyrnu, auk fjölda annarra lands-
leikja.
Eg kynntist Lolla þegar ég gekk í Val
árið 1979 og síðan hefur ég upplifað
hann sem nokkurs konar guðföður
okkar Valsmanna sem héldum merki
Vals hátt á lofti í hálfan annan áratug.
Lolli var einn af okkur strákunum og
fór í flestar keppnis- og æfingarferðir
með okkar. Mér er ferðin til Jamaika
sérlega minnisstæð því Lolli fór þang-
að fótgangandi og er líklega eini
Islendingurinn sem hefur gert það.
Hann gat ekki á sér setið í flugvélinni
og gekk á milli leikmanna og stytti
okkur stundirnar. I Jamaika var Lolli
fljótur að ná upp lit innfæddra enda
hefur kötturinn verið snöggur upp á
lagið mecf flest sem hann hefur tekið
sér fyrir hendur. Varla fór fram leikur
að Hlíðarenda um áratuga skeið án
þess að Lolli væri viðstaddur og alltaf
gaf hann sér tíma til að miðla af
reynslu sinni og sýna gamla takta. Eftir
leiki meistaraflokks dreif Lolli sig ávallt
heim til að heyra úrslitin tíunduð í
útvarpinu því hann vildi fá staðfestingu
á því opinberlega að Valur hefði borið
sigur úr býtum. Lolli er einn „léttasti"
Valsmaður sem ég hef kynnst (en þeir
eru allnokkrir) og fyrir hvern einasta
leik okkar sagði kötturinn: „Er ekki
húmorinn í lagi?" Hann vissi hvað
þurfti að hafa í farteskinu til að sigra
Ellert Sölvason.
og létti lund okkar á áhrifamiklum
augnablikum. Margir leikmenn mættu
taka Lolla sér til fyrirmyndar og hafa
léttleikann í fyrirrúmi og leika með
hjartanu. Síðustu árin hefur Lolli oft
verið áhyggjufullur yfir gengi Vals-
manna og farið með kvíða inn í sum-
arið. Hann hefur oft spurt mig álits á
liðinu og andað léttar þegar ég hef
sagt honum að hann þurfi ekki að
hafa neinar áhyggjur af því.
„Elsku drengurinn," er setning sem
Lolli fór ekki sparlega með enda meiri
mannvinur vandfundinn. Lolli lék með
Val, Lolli lifir fyrir Val og við lifum með
Lolla ofarlega í huga okkar um ókom-
na framtíð. Lolli hefur aldrei viljað láta
mikið hafa fyrir sér en flestir „drengj-
anna hans" hafa laumað að honum
kartoni endrum og sinnum. Það kunni
hann vel að meta eins og það sem
fyrir hann hefur verið gert.
Á þessum merku tímamótum elsku
Lolla okkar óska ég honum, fyrir hönd
leikmanna Vals á níunda áratugnum
(og þar í kring), innilega til hamingju
með árin 80 og vonandi upplifir kött-
urinn nokkra Islandsmeistaratitla í
meistaraflokki karla í knattspyrnu -
áður en hann verður 90 ára.
Þorgrímur Þráinsson
íþróttaskóli
Vals
Iþróttaskóli Vals hefur verið starfræktur
í Valsheimilinu frá því í haust, Áður var
hann starfræktur í sal Hlíðaskóla en nú
erum við búin að taka hann heim.
Skólinn er á laugardögum kl. 9.30 til
11.00. Skólastjóri er Margrét
Hafsteinsdóttir íþróttakenríari og hefur
hún sér til aðstoðar leikmenn úr 2. fl.
kvenna í handbolta. I haust hafa verið
15-20 börn í hverjum tíma, en okkur
langar til að fá fleiri börn til okkar. I
tímunum er farið yfir hreyfifærni, farið
í leiki, þrautir, sungið og dansað. Það
er alveg upplagt fyrir foreldra að
koma með börnin sín á laugardags-
morgni og á meðan þau hamast í sal-
num þá er hægt að koma við á efri
hæð félagsheimilisins og fá sér Get-
raunakaffi og með því, tippa eða vera
með í húspottinum. Skráning í skólann
er hjá Iþróttafulltrúa Vals sími 562-
3730. Hver 10 skipti kosta 3000 kr.
Börnin skemmta sér við leik og dans í
íþróttaskóla Vals.
Valsblaðið 40