Valsblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 33
Fjallgangan
Smásaga
Það leit út fyrir að þetta yrði góður
dagur. Hann hefði vitað hvað hann
var að gera þegar hann valdi einmitt
þennan dag til að framkvæma
langþráðan draum sinn. I dag skyldi
sá draumur verða að veruleika.
Hann stóð fyrir utan t/aldið sitt og virti
fyrir sér stórfenglegt útsýnið. Hann
hafði komist upp að efstu tjald-
búðunum daginn áður og ákveðið að
klífa síðasfa spölinn í dag.
Hann teygaði ferskt fjallaloftið og er
hann andaði frá sér þá myndaðist
frostgufa sem dofnaði smám saman
og varð að engu. Hann leit í kringum
sig með velþóknun. Ferðafélagar
hans höfðu kvatt hann áhyggjufullir
daginn áðurog óskað honum alls hins
besta. Þeir skyldu ekki þessa áráttu í
honum að klífa einn og höfðu marg-
beðið hann um að snúa við. En
honum var ekki haggað. Hann hafði
bitið þetta í sig alveg frá því um
daginn þegar hún yfirgaf hann. Hún.
Svipur hans breyttist ögn, varð
viðkvæmnislegur við tilhugsina. Hann
hafði ekki átt hana skilið, hvorki hana
né litla drenginn þeirra. Hann var
ekkert nema ónytjungur sem ekkert
gat nema drukkið sig fullan og eyði-
lagt líf annara. Nei, núna ætlaði hann
að sanna sig. Með því að klífa þetta
fjall var hann að sanna fyrir sjálfum
sér að hann gæti gert það sem hann
ætlaði sér. Hann ætlaði að hefja nýft
líf, breyta lifnaðarháttum sínum til hins
betra og reyna að vinna hana aftur til
sín.
Sólin var farin að stíga upp á himininn
og nýfæddir geislar hennar þröngv-
uðu sér leið á milli hárra fjallanna á
unga manninn sem stóð þarna svo ful-
lur eldmóði. Hann fór hratt yfir
búnaðinn og lagði síðan af stað.
Þetta var erfiðara en hann hafði búist
við. Isinn var þykkur og harður og það
tók á að negla naglana inn í ísbergið.
Hann beit á jaxlinn og hægt og rólega
fikraðist hann upp á móti, nær tak-
markinu. Hann hafði stundað fjallgön-
gu í fjölda ára og taldist því vera
nokkuð vanur fjallgöngumaður. Þetta
var ekki í fyrsta skipti sem hann hafði
farið í svona leiðangur en aldrei hafði
hann farið einn. Það var allt önnur til-
finning sem fylgdi því. Honum fannst
sem hér væri einvígi milli hans og
heimsins. Einvígi sem hann varð að
vinna.
Það var farið að líða á daginn þegar
hann loksins komst upp á tindinn.
Þetta hafði verið tæpt á stundum. Það
var ekki fyrir neina viðvaninga að klífa
þetta fjall. Um tíma var hann vonlítill
um að komast alla leið. Hann lagði frá
sér búnaðinn og leit í kringum sig. Allt
í kring blöstu við fjallatoppar, sumir
voru umluktir skýjabólstrum, aðrir
sköguðu upp úr, háir og hrikalegir og
buðu mönnum byrginn. Það var sem
hann væri staddur á allt annari pláne-
tu. Hann fylltist nokkurs konar lot-
ningu, hann fann fyrir smæð sinni
þegar hann stóð frammi fyrir dyrum
hins óendanlega og frá hjarta hans
leið þakkarbæn til æðri mátta.
Hann dvaldi á tindinum í nokkurn
tíma. Hann varð auðvitað að setja
mark sitf á staðinn, ekki það að hann
væri eini maðurinn sem hefði klifið
fjallið, heldur til sönnunnar á því að
hann hefði komist alla leið.
Upp úr vasa sínum dró hann lítinn
fána. Þennan fána hefði litli dreng-
urinn hans gefið honum áður en hann
lagði af stað í þessa ferð.
„ Þennan fána áttu að láta standa á
toppnum, pabbi," hafði hann sagt.
Hann kom fánanum tryggilega fyrir í
snjónum og lagði af stað niður. I fjars-
ka sást móta fyrir skýjabökkum.
Ferðin niður gekk mun betur en ferðin
upp. Hann tíndi jafnóðum naglana úr
ísberginu sem hann hafði neglt á
leiðinni upp og fór sér í engu óðslega.
Hann var nú kominn niður erfiðasta
hjallann og allt leit út fyrir að síðasti
spölurinn yrði auðveldur. Það var byr-
jað að hvessa örlítið og skýjabakkinn
var farinn að þéttast.
Unga manninum var einkennilega létt
í skapi. Það var sem öllum heimsins
áhyggjum hefði verið svipt af honum.
Hann reisti sér háar skýjahallir og
hugsanir hans snérust um framtíðina.
Vonir hans glæddust um betri framtíð,
hann átti nú möguleika á að vinna
hana aftur. Núna skyldi hann taka sig
á. Honum tókst að klífa tindinn einn
síns liðs, í hjarta hans kviknaði von og
hún glæddist eftir því sem hugsanir
hans urðu dýpri og innilegri. Að lokum
fylltist hann svo mikilli gleði að hann
fórnaði höndum til himna og hrópaði
upp fyrir sig. Bergmálið af hrópum
hans endurvarpaðist frá fjalli til fjalls, í
sömu andrá dró ský frá sólu.
Hátt upp í fjallinu, í einu gilinu, hafði
safnast saman mikill snjór. Hér og þar
höfðu miklar snjóhengjur myndast og
lítið þurfti til að koma þeim á hreyfin-
gu. Jafnvel lítið hróp nægði.
Hengjurnar brustu undan þunga
sn/ósins og féllu fram yfir sig. Það var
eins og stífla hefði brostið. Drunur
heyrðust og snjór flæddi niður
hlíðarnar. Þetta var mikið snjóflóð og
ekkert sem á vegi þess var átti sér
nokkra undankomu.
Sólin er horfin á bak við fjöllin.
Síðustu geislar hennar hafa náð að
varpa roða á himininn og sveipað
fjallgarðinn einhverri undarlegri
dulúð. Friðsæld ríkti yfir staðnum.
En þó sést einhver hreyfing ef vel er
að gáð. Uppi í fjallshlíðinni eru menn.
Þeir standa í skipulegri röð og stinga
öðru hverju stöfum á kaf í snjóinn.
Hátt uppi, fyrir ofan þá, á toppnum
blaktir lítill fáni.
Höfundur ókunnur
33 Valsblaðið