Valsblaðið - 01.05.1997, Blaðsíða 38
Sta rfið e r morgt
Gengur
betur
næst
Ársskýrsla handknattleiksdeildar
Stjórn Handknattleiksdeildar fyrir starf-
sárið 1996-1997 var þannig skipuð:
Bryn/ar Harðarson, formaður
Björn Ulfljótsson, gjaldkeri
Karl Axelsson
Karl Jónsson
Páll Grétar Steingrímsson
Kristján Jónsson
Gustav Adolf Olafsson
Arni Magnússon
Evert Kr. Evertsson fulltrúi Vals í H.K.R.R.
Eftir fjögurra ára samfleyta sigurgöngu
á Islandsmótinu þá varð VaIsliðið að
sætta sig við tap gegn Haukum í odd-
aleik 8. liða úrslita. Tap í 8. liða úrsli-
Guðni Haraldsson formaður hand-
knattleiksdeildar Vals.
tum bikarkeppninnar gegn FH gerðu
út um vonir Vals um bikar þetta árið.
Liðið var ósannfærandi allt tímabilið
en þess ber að geta að margir snjallir
leikmenn hurfu á braut. Ólafur
Stefánsson, Dagur Sigurðsson og
Júlíus Gunnarsson fóru til þýskalands
og Sigfús Sigurðsson fór til Selfoss.
KA menn sem höfðu barist svo hat-
rammlega við Valsmenn undanfarin ár
hrepptu Islandsmeistaratitilinn eftir
baráttuleiki við Aftureldingu.
Þjálfun liðsins er sem fyrr í góðum
höndum Jón Kristjánssonar og
liðsstjórn í höndum Óskars Bjarna
Óskarssonar. I síðustu leikjum hefur
liðið svo notið reynslu Borisar Bjarna
Akbachev.
Það má segja að nýtt lið sé í mótun í
dag. Eyþór Guðjónsson og Sveinn
Sigfinnsson eru hættir auk þess sem
þeirAziz Mihoubi og Skúli Gunnsteins-
son hafa yfirgefið Val. Júlíus Gunnars-
son og Sigfús Sigurðsson eru komnir
aftur heim eftir eins árs útlegð og væn-
tum við góðs af þeim. Þá er mikið af
ungum og efnilegum leikmönnum að
stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki
félagsins. Liðið byrjaði tímabilið með
glæsilegum sigri á Reykjavík Open en
í Nissandeildinni gekk hins vegar
erfiðlega framan af vetri. Liðinu hefur
gengið nokkuð vel á útivelli; sigrar
gegn FH og KA og síðan jafntefli gegn
Haukum í Hafnarfirði. Þannig er liðið
nú tveimur stigum á eftir því liði sem er
í öðru sæti deildarinnar og verður það
að teljast viðunandi. I bikarkeppnini er
Valur komið í 8. liða úrslit eftir stórsig-
ur á IR í Seljaskóla.
Árangur á heimavelli er hins vegar að
mínu mati óviðunandi. Þar er eins og
að leikmenn telji a<5 leikirnir vinnisf
sjálfkrafa. Því fer fjarri. Og það mega
leikmenn vita að öll lið sem koma að
Hlíðarenda koma þangað til að ber-
jast því þau búast við mikilli mót-
spyrnu. Þess vegna verðpm við Vals-
menn að koma grimmari til leiks á
heimavelli og með réttu hugarfari.
Stuðningsmenn Vals eiga það skilið.
I síðustu leikjum hefur bekkurinn tekið
upp á því að sýna skemmtileg fögn.
Slíkt er ánægjulegt enda má það
aldrei gleymast að við verðum alltaf
að hafa gaman af því sem við erum
að gera. Leikgleði leikmanna skiptir
miklu máli og smitar út frá sér. Eg legg
því til að bætt verði nokkrum fögnum í
safnið og að við sýnum and-
stæðingum og áhorfendum að við
höfum gaman af leiknum.
En fyrst minnst er á stuðningsmenn þá
er ekki því að neita að þeir mættu
mæta betur á leiki í karla- og kvenna-
flokki. Það er jú staðreynd að
stuðningur áhorfenda getur skipt
sköpum. Reynslan í gegnum árin segir
okkur að þeir skili sér fyrst í úrslita-
keppninni. Það er að mínu mati alltof
seint. Hvað er skemmtilegra en að
bregða sér á völlinn með börnin, fá
útrás og horfa á skemmtilegan leik. Eg
hvet því alla stuðningsmenn til þess að
mæta á sem flesta leiki.
Meistaraflokkur kvenna komst alla leið
í úrslitaleik bikarkeppninnar en töpuðu
fyrir firnasterku liði Hauka. Liðið
tapaði fyrir Haukum í 8 liða úrslitum
Islandsmótsins og á heildina litið olli
liðið vonbrigðum. Valsstelpurnar hafa
spilað ágætlega í vetur en það vantar
enn herslumuninn til að komast í frem-
stu röð. Liðinu hefur borist mikill
liðsstyrkur frá Ukraníu en það er
Zoubar Larissa sem er annar af
markvörðum liðsins. Einnig hefur
Brynja Steinsen gengið til liðs við Val
úr KR. Við bjóðum þessar stúlkur
velkomnar í hópinn. Hins vegar fóru
Valsblaðið 38