Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 19
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLASTJÓRA
13
tjóns af völdum öskufallsins eftir Heklugosið 5. maí 1970.
1 grein búnaðarmálastjóra í 84. árg. Búnaðarritsins bls.
243—267 er skýrt frá, livemig Harðærisnefnd liagaði
störfum frá ársbyrjun 1970 þar til bún var lögð niður.
Getið er þar fjárliagsaðstoðar, sem bændum var veitt
samkvæmt tillögum nefndarinnar. Nú annast Bjargráða-
sjóður Islands alla fyrirgreiðslu við bændur, sem verða
fyrir sérstökum óliöppum. Hefur Bjargráðastjórn leitað
samvinnu við Búnaðarfélag Islands um ýmis atriði, eink-
um á þeim sviðum, sem Harðærisnefnd starfaði á.
Þátttaka í samtökum með öðrum þjóðum
Norrænu bœndasamtökin NBC. Búnaðarfélag Islands er
aðili að Islandsdeild NBC. Sveinn Tryggvason er formað-
ur hennar, en Agnar Guðnason ritari. Aðalfundur NBC
var haldinn í Grená í Danmörku 2.-—4. júlí. Agnar
Guðnason sótti fundinn. Var bann eini fulltrúinn, sem
mætti þar af bálfu Búnaðarfélags Islands. Vísast til grein-
ar Agnars um gerðir fundarins í Árbók landbúnaðarins
1971.
Samstarfsnefnd landbúnaðarnefndar NorSurlandaráSs.
Aðalfundur samtakanna var lialdinn í Osló 2. sept. Þar
voru mættir allir landbúnaðarráðherrar Norðurlanda,
ráðuneytisstjórar og fulltrúar bændasamtakanna auk sér-
fræðinga, alls um 35 manns. Af íslands liálfu mættu
auk landbúnaðarráðberra þeir Gunnlaugur E. Briem,
ráðuneytisstjóri, og Sveinn Tryggvason, framkvæmda-
stjóri, en Halldór Pálsson hafði ekki kringumstæður til
að mæta á fundi þessum. Aðalumræðuefnið var þróun
landbúnaðarins í EFTA-löndunum og sú breyting, sem
óumflýjanlega verður í sambandi við umsókn Dana,
Norðmanna, íra og Englendinga um inngöngu í Efna-
bagsbandalag Evrópu, EBE. Óljóst er, bver verður fram-
tíð EFTA, ef þessi lönd fá aðiíd að EBE. íslenzku full-
trúarnir lögðu áherzlu á, ef Danir og Norðmenn gengju