Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 195
BÚNAÐARÞING 189
stjórnin liefnr ákveðið', aS rafvæð'ingu allra sveitabýla í
landinu verði lokið á árunum 1972—’74.
I framkvænidaáætlun um dreifingu rafmagns, er Orku-
ráð hefur samþykkt í samræmi við ofangreinda ákvörð-
un, kemur fram, að fjölmörg býli verða, enn um sinn a.
m. k. að fá raforku frá dísil- eða vatnsaflsstöðvum í einka-
eign. Fyrir því leggur þingið álierzlu á, að stuðningur
ríkisins við búendur á þessum býlunt verði það mikill,
að orkuverð einkastöðva verði ekki óbagstæðara en orku-
verð’ samveitna. Búnaðarþing telur eðlilegt, að stuðningur
ríkisins verði falinn í hagstæðum lánum eða framlagi til
stöðvabygginga og rekstrarframlagi eftir ákveðnum regl-
um, einnig að Rafmagnsveitur ríkisins annist eftirlit með
einkastöðvunum án sérstakrar greiðslu af bændanna
hálfu.
Jafnframt fagnar Búnaðarþing því, að nú er unnið á
vegum iðnaðarmálaráðuneytisins að könnun á aukinni
notkun rafmagns til liúshitunar með það fyrir augum að
útvega ódýrari liitagjafa lieldur en olía er. Þingið telur,
að liér sé um mikið nauðsynjamál að ræða, sem þurfi
að komast á framkvæmdastig liið allra fyrsta.
Einnig telur Búnaðarþing bráðnauðsynlegt, að öll
orkuver landsins, iivort heldur eru í eigu ríkissjóðs eða
sveitarfélaga, verði tengd saman og að rafmagn verði selt
á sem allra jöfnustu verði til allra landsmanna, enda
mun það í samræmi við gefin fyrirlieit núverandi stjórn-
valda.
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags Islands að
fylgjast með framgangi þessara mála og stuðla að því,
að framangreindar breytingar komist á sem allra fyrst.
Greinargerð:
Búnaðarþing hefur oftsinnis sent frá sér áskoranir þess
efnis, að dreifingu rafmagns til allra býla í landinu yrði
liraðað sem allra mest, og oftast eða einatt talað um
ákveðin tímamörk um lúkningu þeirra framkvæmda.