Búnaðarrit - 01.01.1972, Blaðsíða 122
116
BUNAÐARRIT
og Landssamband hestamannafélaga stóðu fyrir nám-
skeiði í reiðlist. Fengnir voru til landsins þýzkir reið-
menn, Feldman-feðgar frá Agiedienberg. Kenndu þeir
blýðniæfingar í reiðgerði um 20 manna hópi, sem valdir
voru víða að af landinu, en lielmingur þó úr Reykjavík.
Stóð námskeiðið í 8 daga, 30. marz til 5 apríl.
Tel ég meira en tímabært að kynna áhugafólki aðferðir
erlendra, alltaf má eitthvað af þeim læra. Hins vegar
eigum við hiklaust að hyggja upp eigin æfingar og skapa
íslenzkan reiðsklóa. Ég minni á, að nú eru allmörg ár
síðan Bjarni Bjarnason lireyfði reiðskólamálinu á Bún-
aðarþingi og við Menntamálaráðuneytið. Fyrrgreint nám-
skeið sýnir, að stór hópur fólks vill mennta sig á þessu
sviði og er það vissulega nauðsynjamál, íþróttinni til vegs.
Námskeið fyrir tamningarmenn að læra að beila hlýðni-
æfingum við liesta sína í gerði, hélt ungfrú Ragnheiður
Sigurgrímsdóttir að Tóftum, Ámessýslu, á sl. vori. Ég
heimsótti skóla liennar eina dagstund og veitti leiðhein-
ingar í hrossadómum og skýrði byggingarlag liesta. Ragn-
lieiður liefur tekið saman ágæta ritgerð um hlýðniæf-
ingar, sem Félag tamningarmanna liefur gefið út. Félagið
var stofnað í fyrra, og er mikill fengur að því. Formaður
er Sigurjón Gestsson, Reykjavík, reiðmaður góður og
prúður á hesti.
Ég var við dóma í hinni fyrstu keppni hér á landi í
hlýðniæfingum, sem fram fór á kappreiðum Fáks 31.
mai, ásamt þeim Rosemari Þorleifsdóttur og Ragnlieiði
Sigurgrímsdóttur, sein jafnframt stjórnaði keppninni.
Var það fráhær félagsskapur og sá bezti, sem ég hef
koinizt í, við dómstörf.
Landsmót U. M. F. 1. var lialdið á Sauðárkróki, og
skrapp ég þangað 9. júlí að útbúa dóma á hrossum,
sem er ein keppnisgreina starfsíþrótta.
Hestamenn og skógræktarmenn heiðra minningu mik-
ils foringja beggja, Einars G. E. Sæmundsen, með ramm-
íslenzku minnismerki, fögrum og traustum drang, sem
I