Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 32
26
BÚNAÐAHRIT
field sýninguna, sjá nánar um þessar bændafarir í starfs-
skýrslu Agnars Guðnasonar, sem var aðalfararstjóri í
þessum bændaferðum. Að þessu sinni voru aðeins fáir
bændur í ferðinni til Englands.
Fræðslustarfsemi félagsins
Ráðunautar félagsing veita fræðslu og leiðbeiningar allt
árið í viðtölum við menn, með bréfaskriftum, í greinum
í blöðum og tímaritum og með erindaflutningi á fundum
og í útvarpi. Ráðunautarnir skýra nánar frá þessum
málum í starfsskýrslum sínum hér á eftir.
Búf járrœktarráðstefna var haldin dagana 22.—27. marz
1971. Þrír dagar voru helgaðir sauðfjárrækt, fjórði dag-
urinn hrossarækt og sá fimmti skýrsluhaldi. Síðasta dag
ráðstefnunnar var rætt um gerðir fjárhúsa og vinnu-
hagræðingu við fjárhirðingu. Þátt í ráðstefnunni tóku
allir héraðsráðunautar, nema einn, sem var forfallaður
vegna veikinda, einnig ráðunautar Búnaðarfélags Islands
og búfjárræktarsérfræðingar við Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins og aðstoðarmenn þeirra, einnig bútæknisér-
fræðingar og tilraunastjórar og þeir af kennurum bænda-
skólanna, sem gátu sótt ráðstefnuna.
Mörg ágæt erindi voru flutt á ráðstefnu þessari. Sum
þeirra verða birt í Frey og nokkur þeirra verða birt í
riti Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins.
NámskeiS um með/erð djúpfrysts nautasœðis og sœð-
ingar. Á árinu hélt Búnaðarfélag Islands námskeið til
að kenna meðferð djiipfrysts nautasæðis og sæðingar
með því, þeim sem hefja ætla störf á dreifingarstöðvum,
þar sem nota á djúpfryst nautasæði. Námskeið þetta stóð
frá 1. til 25. nóv. Námskeiðið undirbjó Ólafur E. Stefáns-
son, nautgriparæktarráðunautur, í samráði við Diðrik
Jóbannsson, framkvæmdastjóra, og Pál A. Pálsson, yfir-
dýralækni. 1 starfsskýrslu Ólafs E. Stefánssonar verður
getið um, live margir sóttu námskeiðið og hverjir kenndu