Búnaðarrit - 01.01.1972, Blaðsíða 242
236
BÚNAÐARIIIT
Frá því land byggðist liafa liverskonar hlunnindi auk
grasnytja fylgt bújörðum, svo sem veiði í ám og vötnum,
vatnsorka, reki, hrognkelsaveiði, egg og dúntekja, sellát-
ur o. fl., o. fl. Þessi hlunnindi liafa reynst bændum og
búaliði ómetanleg búbót frá fyrstu tíð til þessa dags.
Sama máli gegnir um afréttarlöndin, sem alla tíð hafa
verið notuð félagslega af viðkomandi upprekstrarfélög-
um til mikilla hagsbóta fyrir landbúnaðinn og þjóðina.
Landverð á Islandi hefur yfirleitt verið lágt og er svo
enn, þegar land er keypt til búskapar. Það er þjóðhags-
lega liagstætt, að landverð sé ekki sprengt upp úr öllu
valdi. Slíkt eykur aðeins framleiðslukostnað. Með vax-
andi vehnegun í þéttbýli hefur skapast nýtt vandamál í
sambandi við jarðeignamálin. Fyrir alllöngu tók að bera
á því, að auðugir einstaklingar í þéttbýli keyptu veiði-
rétt undan jörðum, sérstaklega laxveiðiblunnindi, sem
ætíð hafa verið eftirsóknarverðustu hlunnindi, sem jörð-
um hafa fylgt. Löggjafinn kom hér til bjargar að nokkru,
með því að banna með lögum að veiðiréltur væri seldur
undan jörðum. En ekki var að fullu sett undir lekann
með slíku lagaákvæði. Síðan bafa auðmenn úr þéttbýli
mjög sótt eftir að kaupa laxveiðijarðir og þá einstöku
sinnum rekið þar búskap sjálfir, en oftar leigt jörðina
til búskapar, en haldið veiðinni til eigin nota, en stund-
um blátt áfram lagt jarðirnar í eyði. Slík meðferð á ]>ess-
um jörðum er niðurdrepandi fyrir viðkomandi sveitar-
félög, meðal annars af því, að þessir jarðeigendur liafa
sloppið við eðlileg gjöld til sveitarsjóðs af blunninda-
tekjum.
Nú síðustu árin sækja ýmis félagssamtök og einstakl-
ingar eftir ágætum jörðum eða jarðarhlutum, einkum
í fögru umhverfi, til að byggja þar sumarbústaði. Oft
er boðið í slík lönd verð, sem er margfalt liærra en unnt
er að renta landið fyrir til búskapar. Margir bændur eru
það félagslega þroskaðir, að þeir falla ekki fyrir gylli-
boðum þéttbýlismanna í sumarbúslaðalönd, en of margir