Búnaðarrit - 01.01.1972, Blaðsíða 120
114
BÚNAÐARKIT
runnir, en sá þriðji er frá Kirkjubæ. Sýningin tókst vel
og sýndi góðan hestakost. Hryssurnar voru margar mjög
góðar, ekki sízt þær yngri. Aðeins tveir stóðliestar voru
í eldri flokki, sem er óvenju fátt, en hinir yngri voru
sumir ágætlega efnilegir. Nýjung var, að sýnd voru af-
kvæmi 10 stóðhesta, sem notaðir hafa verið á svæðinu á
ýmsum tímum frá uppliafi starfsemi sambandsins. Vakti
sýning hópanna, sem töldu 4—6 hross hver, verðskuldaða
athygli. Feðurnir voru: Skuggi 201, Nökkvi 260, Roði 453,
Baldur 449, Rökkvi 552, Bragi 542, Hrafn 402, Freyr 579
og Blesi 598 frá Skáney.
HrossarœktarfélagiS Skuggi í Borgarfirði hafði 55
tamdar og 12 unghryssur á tamningaraldri í ræktunar-
starfinu. Aðalstóðliestur var Þokki 664, sem gaf 15 fol-
öld og aðrir voru Flóki (2), Lómur (1) og Mörður (5).
Félagsmenn höfðu mörg hross í tamningu á Hesti, er
voru tamin af Sveini Sigurðssyni frá Indriðastöðum. Ég
var við úttekt á tamningunum 10. maí. Var þar margt
efnilegra hrossa, viljagóð og gangmikil, þæg og temjast
fljótt. Margt hrossa kom fram á fjórðungsmótinu í sum-
ar frá félagsmönnum. Ég ferðaðist meðal félaga 5.—7.
nóvember og skoðaði og mældi folöld og trippi.
KirkjubœjarbúiS á sem fyrr margt fallegra lirossa. Var
blómleg starfsemi á liðnu ári. Búið rak tamningarstöð,
þar sem um 20 hross voru tamin, og var óvenju fallegur
og samstæður hópur þar í hesthúsinu. Aðaltamningar-
maður var Aðalsteinn Aðalsteinsson frá ICorpúlfsstöðum.
Biiið keypti stóðhestinn Glóblesa 700 frá Hindisvík, fín-
byggðan, viljagóðan reiðhest með fjölliæfum rúmum
gangi. Hann hlaut 1. verðlaun 1970.
Hólar í Hjalladal. Nú hefur stjórn kynbótabúsins loks
verið skipuð. 1 henni eiga sæti, samkvæmt nýrri reglu-
gerð, skólastjóri Hólaskóla, sem jafnframt er formaður,
hrossaræktarráðunautur Búnaðarfélags Islands og aðili
skipaður af ráðlierra, sem er Sigurður Haraldsson, bóndi
í Kirkjubæ, Rang. Fyrsti fundur hinnar nýju stjómar