Búnaðarrit - 01.01.1972, Blaðsíða 75
SKÝRSLU R STARFSMANNA
69
Framkvæmdar voru fjölmargar matsgerðir fyrir garð-
yrkjubændur vegna skemmda á innfluttum plöntum,
laukum og linýðum, en í ýmsum tilvikum liöfðu garð-
yrkjubændur beðið verulegt tjón af þessum sökum. Er
það raunar mála sannast, að þótt menn fái einliverjar
bætur, er það venjulega ekki nema liluti tjónsins, því
að yfirleitt er engin leið að fá bætur fyrir útlagða vinnu,
húsrými o. fl., að ekki sé minnzt á glataðan tíma, sem
oft er jafnvel þýðingarmesta atriðið. Tjón á plöntum í
flutningi getur liins vegar átt sér ýmsar orsakir og þess
vegna eru þessi mál mjög erfið við að eiga. Rétt er og
að geta þess, að nokkrar skoðanir voru einnig fram-
kvæmdar á plöntum, sem voru nýinnfluttar og með þeim
höfðu borizt skordýr, sem valda verulegu tjóni, en
sníkjudýr þessi höfðu ekki fundizt liér á landi áður.
Hér var um að ræða svonefnda mjöllús, en bún hefur
reynst alvarlegt meindýr í gróðurbúsum á Norðurlönd-
um og Mið-Evrópu og Bretlandi á síðari árum. Reyndist
miklum erfiðleikum bundið að fá slíkar forsendingar
að nokkru bættar, og voru svör erlendra aðila ýmist, að
slík dýr finndust ekki í þeirra gróðrarstöðvum eða að
þeir Iiörmuðu þetta, en að auðvelt væri að útrýma mein-
dýrunum. Einnig er það mála sannast, að beilbrigðis-
vottorð, sem fylgja plöntum erlendis frá, eru oftast einskis
nýt pappírsgögn og engin trygging fyrir, að plöntur séu
lausar við sjúkdóma og meindýr.
Á árinu fylgdist ég með flokkun afurða í Sölufélagi
garðyrkjumanna, svo sem verið hefur undanfarin ár.
Skiptum við Óli Valur Hansson þessu starfi milli okkar,
og vorum við vissa daga, og þá einkum ])á virku daga,
sem von var á að mest bærist að. Þegar þörf krafði, var
framleiðendum bent á, livað betur mætti fara, og reynt
að leita orsaka þess, er miður fór. Mjög veruleg aukning
varð í byggingu gróðurliúsa á árinu 1971 miðað við næstu
ár á undan, og vitað er að sama mun eiga sér stað 1972.
Það er gleðilegt í sambandi við þessi nýju hús, að þau