Búnaðarrit - 01.01.1972, Blaðsíða 123
SKÝRSLUR STARFSMANNA
117
íslenzka björkin umvefur í lilýju og kyrru umhverfi í
Heiðmörk. Það á að minna um aldir á prúðan, lijarta-
hlýjan og drenglundaðan mann, sem gekk að hverju
verki af röggsemi og dugnaði, var öðrum fyrirmynd í
starfi og leik. Hann gleymist engum, er honum kynntist.
Minnisvarðinn var aflijúpaður 18. september.
I september vann ég að undirbúningi að stofnun stofn-
ræktarfélags um ræktun eyfellskra gæðinga og valdi og
mældi liryssur. Félagið verður svo væntanlega stofnað
á þessum vetri.
Milliþinganefnd Búnaðarþings um endurskoðun bú-
fjárræktarlaga kallaði mig á nokkra fundi. Eru þar all-
miklar breytingar á ferðinni, sem verða til bóta að sjálf-
sögðu. Þá var ég skipaður sl. vetur af landbúnaðarráð-
lierra til að sitja í nefnd, er endursemdi reglugerð um
útflutning hrossa. Sat ég þrjá fundi, er lialdnir voru og
var ritari nefndarinnar. Yar málið afgreitt til ráðuneytis-
ins.
Fundir og fleira. Fundi sótti ég til eftirtalinna félaga,
flutti þar erindi eða ávörp og sýndi oft litskuggamyndir
frá landsmótinu 1970, sem Einar Gíslason tók fyrir okkur.
8. janúar, Geysir, Rang., 13. marz, Fákur, Reykjavík,
2. apríl, Sindri, Vík, 15. apríl, Hreinn, Hólum, 18. apríl,
Smári, Hreppum, 23. apríl, Hrossaræktarsamband Vestur-
lands, Borgamesi, 23. apríl, framkvæmdanefnd Fjórð-
ungsmóts, Borgamesi, 24. apríl, stofnfund Hrossaræktar-
sambands Islands, Borgarnesi, 26. apríl, hrossaræktarfélög-
in í Miðfirði, Hvammstanga, 8. maí, aðalfund Hrossarækt-
arsambands Suðurlands, Hellu, og stjórnarfund 8. júní á
Selfossi, 10. maí, aðalfund Skuggafélagsins, Gidlberastöð-
um, 1. og 3. júní og 17. október, Hrossaræktarsamband
Skagfirðinga, Varmablíð, 8. júní og 29. nóvember, stjórn-
arfund í Hrossaræktarsambandi Islands, Selfossi, 18.
október, stjórn Kynbótabúsins á Hólum á fyrsta fundi
þar og 30.—31. október, ársþing Landssambands hesta-
mannafélaga, Selfossi.