Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 85
SKÝRSLURSTARFSMANNA
79
aðarfélags íslands, voru sæddar 1. sæðingu árið 1970 alls
15073 kýr, og héldu við 1. sæðingu 69,5%. Alls voru því
á árinu 1970 sæddar 28297 kýr á öllu landinu, sem er
1096 fleiri en 1969. Svarar fjöldi sæddra kúa til 69,3%
af tölu kúa og kvígna ll/2 árs og eldri í byrjun ársins,
en 78,6% af tölu kúa eingöngu. Við 1. sæðingu héldu
68,2%. Alls voru notuð til sæðinga á árinu 1970 30 naut
í Laugardælum og 20 á Nautastöðinni við Hvanneyri eða
alls 50 naut, þar af 4 holdanaut. Við holdanautum festu
fang 865 kýr á Suðurlandi og 16 í ICjalarnesþingi. Sam-
svarandi tölur eru ekki fyrir hendi annars staðar af land-
inu, en miðað við tölu sendra skammta frá Nautastöð
Búnaðarfélagsins og hlutfallstölu kúa, sem héldu við sæð-
ingu, er hámark þeirra 2167 eða þá alls á landinu um
3050 kýr. Er það rösklega fjórum sinnum fleiri kýr en
1969, svo að alla vega er um mikla aukningu að ræða
á holdablendingskálfum, sem settir verða á til slátrunar.
I Búnaðarriti 1971 bls. 90—91 er greint frá fjölda
sæðisskammta, sem sendir voru úr hverju nauti árið
1970 frá Nautastöð Búnaðarfélagsins, en ekki hefur verið
tekið saman, hve mörg bú skiptu við dreifingarstöðvarn-
ar eða live margar kýr fengu við hverju nauti. Á Suður-
landi og í Kjalarnesþingi voru þessi naut mest notuð
sama ár, miðað við frjódælingar með árangri:
Naut Frjódælingar með árangri Naut Frjódælingar með árangri
1. Flekkur S317 .. ... 1166 7. Blómi S326 503
2. Glampi S318 ... ... 1164 8. Húfur S309 ... 471
3. Spaði S312 .... ... 1120 9. Lurkur S322 . 442
4. Heiðar S319 ... 857 10. Fálki S333 ... 428
5. Geisli S307 ... 662 11. Bætir S327 ... 410
6. Neisti S306 ... 646 12. Bliki S337 ... 407
Afkvœmarannsóknir. Á fjárlögum 1971 voru veittar
400 þúsund krónur í stofnstyrk til afkvæmarannsókna-
stöðva, og var þeirri upphæð skipt jafnt milli stöðvanna