Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 193
BÚNAÐARÞING 187
Málin voru afgreidd með eftirfarandi ályktun, sem sam-
þykkt var með 21 samhljóða atkvæði:
Búnaðarþing mælir með samþykkt tillögu þeirrar til
þingsályktunar um endurskoðun laga um byggingarsam-
þykktir fyrir sveitir og þorp, sem nú liggur fyrir Alþingi
og flutt er af Stefáni Valgeirssyni o. fl.
Þingið leggur til, að nefnd sú, er tillagan gerir ráð fyrir,
verði skipuð 5 mönnum þannig: Einn skipi ráðlierra án
tilnefningar, en hinir séu skipaðir eftir tilnefningu eftir-
talinna aðila: Búnaðarfélags Islands, Stéttarsambands
bænda, Stofnlánadeildar landbúnaðarins og Byggingar-
stofnunar landbúnaðarins. Nefnd þessi taki einnig til
atbugunar, livort æskilegt sé, að öll sveitarfélög verði gerð
skipulagsskyld að einbverju eða öllu leyti.
GreinargerS:
Endurskoðun þeirra laga, sem tillaga til þingsályktunar á
þingskjali nr. 9 gerir ráð fyrir, snertir fyrst og fremst þá
aðila, sem ályktunin bér að framan gerir ráð fyrir, að til-
nefni menn í nefnd til þess að vinna að endurskoðun laga
nr. 108/1945 um byggingarsamþykktir fyrir sveitir og
þorp, sem ekki eru löggiltir verzlunarstaðir. Því er eðli-
legt, að slík tilhögun sé liöfð í skipan nefndarinnar.
Jafnhliða er lagt til, að nefnd þessi taki til atbugunar,
livort og þá að hve miklu leyti öll sveitarfélög í landinu
eiga að vera skipulagsskyld. Því vaxandi ásókn í lönd
fyrir sumarbústaði o. fl. getur leitt af sér nauðsyn til
skipulagsskyldu í ríkara mæli en nú á sér stað.
Mál nr. 10
Tillaga til þingsályktunar um landgræSslu og gróSur-
vernd. Send af allsherjarnefnd sameinaSs Alþingis.
Málið var afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem sam-
þykkt var með 23 sambljóða atkvæðum:
Þar sem stjórnskipuð nefnd hefur nú með höndum