Búnaðarrit - 01.01.1972, Blaðsíða 244
238
BÚNAÐARRIT
ins og hefði vald til að ákveða, hvort jörð megi skipta,
eða livort sameina megi jarðir eða jarðaparta, og hvort
óæskilegt sé að halda vissum jörðum í ábúð o. s. frv. Bezt
væri að slíkt ráð væri aðeins skipað þremur mönnum,
tveimur tilnefndum af bændasamtökum og þeim þriðja
af landbúnaðarráðherra.
Bændur og forvígismenn þeirra, jafnt á sviði stjórn-
mála, fagmála og stéttarsamtaka, þurfa að vera vel á
verði í þessum málum. Það sézt bezt á því, að á síðasta
Alþingi og á því, sem nú situr, liafa verið flutt hin fárán-
legustu frumvörp, þar sem lagt er til, að ríkið slái eign
sinni bótalaust á ýmis landsréttindi, sem bændur og aðr-
ir landeigendur tvímælalaust eiga. Það er ekki einu sinni
talað um eignarnám. Helzt lítur út fyrir, að þeir, sem að
þessum frumvörpum standa eða hafa staðið, vilji taka
allan rétt af bændum nema grasnytina, og þá eiga bænd-
ur auðvitað að fá að smala löndin bæði í byggð og
óbyggðum.
Þótt treysta megi Alþingi enn til að forðast slík óhæfu-
verk eins og samþykkja frumvörp sem þessi, þá sýnir
þetta glöggt ásókn vissra aðila eftir landi og landsrétt-
indum úr höndum bænda.
Þótt ganga þurfi svo frá jarðeignalöggjöfinni, að sem
bezt verði tryggð sjálfsábúð á jörðum, þeim verði ekki
skipt í ótal hluti við erfðaskipti og einstaklingum verði
óheimilt að safna landeignum umfram eðlilega þörf til
sjálfsábúðar, þá verða bændur að sjálfsögðu að hlíta því,
að endrum og eins verði að taka eignamámi, gegn fullum
bótum, landsspildur eða viss réttindi, sem nota þarf til
almenningsheilla, ef ekki semst um kaupverð. Allar lend-
ur undir þéttbýlissvæðum eiga t. d. að vera eign viðkom-
andi bæjar- eða hreppsfélags, orkuveitur eiga að vera
alþjóðareign o. s. frv.
Oft er spurt, hvort ekki sé nauðsynlegt að breyta um
stefnu í landbúnaði hér á landi, t. d. hvort ekki þurfi að
fækka bændum, hvort ekki þurfi að stækka búin,