Búnaðarrit - 01.01.1972, Blaðsíða 86
80
BÚNAÐARRIT
á Lundi og í Laugardælum samkvæmt heimildum frá
landbúnaðarráðuneytinu.
Sigurjón Steinsson, ráðunautur S. N. E., hefur að venju
tekið saman og látið fjölrita niðurstöður um afkvæma-
rannsóknirnar á Lundi, þar sem greint er frá, hvernig
hver einstök kvíga reynist. Að þessu sinni ná þær yfir
afkvæmarannsóltn nr. 14, sem lauk á árinu 1971. Voru
í henni 14 dætur Græðis N194 og 16 dætur Geisla N197,
en þær báru í nóvember og desember 1970 að 1. kálfi.
Mjólkuðu dætur Græðis að meðaltali 2582 kg með
3,93% mjólkurfitu, þ. e. 10147 fe á 1. mjólkurskeiði
(304 dögum), en reiknað í 4% feitri mjólk 2556 kg. Voru
þær í lok tímabilsins í 2,54 kg dagsnyt að meðaltali,
en það hefur þó takmarkað gildi, þar sem 9 af kvígun-
um voru orðnar geldar.
Umsögn um þennan lióp er þannig:
„Græðisdælur eru vænar með sterkt mótað lieildar-
útlit. Þó má helzt finna að því, að malir eru afturdregn-
ar og júgur misstór. Aftur á móti eru afurðir þeira mjög
misjafnar, allt frá því að vera sáralitlar eða ágætar. Þessi
dætrahópur hefur sérstöðu, hvað þetta snertir, miðað
við aðra afkvæmahópa hér á Lundi. Sumar þeirra voru
nokkuð vanstilltar í umgengni, en þær seldu þó vel við
mjaltir.“
Hinar 16 dætur Geisla N197 mjólkuðu á 1. mjólkur-
skeiði að meðaltali 3606 kg mjólkur me& 4,19% mjólkur-
jitu, sem svarar til 15109 fe, en 3708 kg miðað við 4%
feita mjólk. Voru þær að meðaltali í 5,16 kg dagsnyt
eftir 304 daga frá burði, og voru þá aðeins 5 komnar í
geldstöðu. Reiknað í kg eru þetta hæstu afurðir, sem
fengizt hafa í afkvæmarannsókn hér á landi til þessa,
en reiknað í fe eða 4% feitri mjólk voru dætur Rikka
N189 í næstu rannsókn á undan nokkru afurðameiri,
enda mjólkurfita þeirra sérlega liá, sjá Búnaðarrit 1971
bls. 79—81. Ein dóttir Geisla í afkvæmarannsókninni
mjólkaði 4822 kg (4815 kg af 4% feitri mjólk) og var